Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1913, Síða 3

Skinfaxi - 01.05.1913, Síða 3
SKINFAXL 35 væri uppgripa-afli. Einstaka skipstjórar sýna virðingarverða viðleitni í að fara skap- lega með menn sína. En þeir geta litlu um þokað; þeir eru þjónar líka, þjónar gulldraugsins, sem aldrei fær nægju sína. Hingað til liefir engin vinna, jafn ströng eem hefir þvílíkar vökur í för með sér, leitt af sér annað en stytta mannsæfh ng almenna hnignun fyrir verkamennina. flVið drepum okkur á 10—15 árum. Þess- vegna verðurn við að græða svo á fáum irum, að við getum hætt í tíma“ sagði skipstjóraefni eitt við mig í haust sem leið =Og það orð var sannleikur. Hiifuargerðin Þessa dagana er byrjað hér í Kvík. á hafnargerð; landiðogbær- inn leggja til þess fnntán hundruð þúsund krónur. Ávöxturinn af þessu verður sá, að skip geta legið hér örugglegar; hleðsla •og uppskipun tekur minni tínia, og verður ef til' vill lítið eilt ódýrari en verið hetir. Nú skyldu menn halda að einhver al- menn not yrðu að þessu fjárláti. Allir .sem hafa vit á, eru sammála um, að höfn- in muni ekki breyta vitund verslunarleið hinna fjarlægari fjórðunga. Rangvellingar •og Árnesingar fá alla þungavöru sína frá Eyrarbakka, og hvorki höfn eða járnbraut héðan mun breyta því. Þá er aðeins eft- ir Rvík og fáeinar næstu sveitir. I Rvik •eru sjómenn og daglaunamenn fjölmenn- asta stéttin. Og þeir sem hafa séð haín- arvinnumenn t. d. í Leith, London, Ant- weerpen eða Hamborg, þar sem hafnir eru þó fullkomnari en hér verður, vita að þeir •lifa þar sönnu hundalífi. Hér munu þeir sem ekki eiga í vöruílutningum eða útgerð hafa hafnarinnar nær engin not,eiginema að því leyti sem minni væri hleðslu og lendingarkostnaður á nauðsynjavörum þeirra. En sá munur verður lítill, eins og sjá má með að bera saman varningsverð i Rvík eins og það er nú, við verð á Ak- ureyri og Seyðisfirði, þar sem hafnirnar oru frá náttúrannar hendi svo góðar, að lítinn kostnað þurfti til að gera þær jafn- góðar og höfnin verður hér. Aðeins ein stétt græðir á hafnargerð hér ef nokkrir gera það. Það eru kaupmenn og útgerðarmenn, togaraeigendur ekki síst. Fyrir þá fámennu stétl leggur íslenska þjóðin til hálfa aðra miljón. Það er að fórna greipilega meirihluta fyrir minnihluta- hagsmunum. Járnlnautir Járnbrautir vona menn að á íslandi. ntundu gera stórvægilega ham- ingjubót hér. En á hverju byggist það? Vissulega ekki á reynslu annara þjóða. Enn sem komið er hafa þær haft mesta þýðingu sem frumskilyrði fyrir stóriðnaði og stórverslun. Vitanlega væri ekki rétt að neita að járnbrautir geti verið menn- ingarmeðal, líka fyrir fátæka alþýðu. En auðvelt er að sanna, að fyrir það fé, sem þarf til að spenna járnbrautarnet um Is- land, mætti gera íslensku þjóðinni langtum meira til þarfa með öðrunt hætti, eftir því sem högum okkar er nú háttað. Yerk- Hvernig verksmiðjur, á stór- smiöjur. gróðamannavísu, eiga að frelsa okkur hefir mér ætíð verið óskiljanlegt. Og á allra manna vitorðier það.sem athugað hafa líf verkamanna í iðnaðarlöndunum, að þeir eru blásnauð stétt, þrýst saman í óhollum hýbýlum, í óhollum borgum; að líf íslenskr- ar alþýðu i sveitum er himinborið í saman- bu.iði við kjör þeirra. En verksmiðjueig- endurnir, flestir græða fé, en íslendingar skilja illa samtíð sína, ef þeir halda, að margir af okkur mundu þar um hjöltin halda, þótt verksmiðjur komi. ísliuid l'eröa- Af öllum gróðavonum Islend- mauualand. jnga er ejn hejmskulegust, sú að hér yrði sumardvalastaður útlendra efnamanna. Öllum öðrum þjóðurn hefir það illa gefist, ekki síst Svisslendingum og Norðmönnum, sem mesta hafa reynsluna. Vitaskuld má græða fé á þvi, en svo háð starf elur upp einkennilega viðbjóðslega þrælslund, sálarlausa lítilmensku, sem er

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.