Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.07.1913, Side 7

Skinfaxi - 01.07.1913, Side 7
SKINFAXI 55 heimskulegu grimdiuni og eyðileggingunni er Iialdið áfram og margar islenskar fugla- tegundir eru nú þegar á hraðri ferð sömu leið og geirfuglinn, og munu liða sömu örlög, ef svo er haldið fram stefnunni. En þó eru tveir tignarlegustu fuglarnir okkar, örninn og fálkinn í mestu hættu. Þeim fækkar ár frá ári, þvi að egg þeirra og hamij1 eru keypt allháu verði. Sæta þeir þvi ofsóknum, hvar sem þeir eru, á öll- um aldursstigum, og má finna þess mörg dæmi. Hólmi einn er í Álftavatni eystra, norð- ur af skóglendi ungmennafélaganna (Þrasla- skógi). Hann er fremur lítill um sig, ekki dagslátta að stærð og má vaða út í hann frá landi. Sú saga gengur eystra, að í hólma þessum hafi örn orpið fyrir nokkr- um árum; var hann látinn afskiftalaus og varp þar árum saman á sama stað. I sama hólmanum varp svanur, gegnt ern- inurn og margar andir þar i kring. Nú mundu margir halda að ránfuglinn, örninn hefði ekki ómakað sig langt eftir bráð handa sér og ungunum, þar sem nóg var um fugl og egg í hólmanum. En örnin ónáðaði aldrei nábúa sína og varpfélaga. Hann ílaug langt í burtu eftir fæðu handa sér og fjölskyldu sinni og snerti aldrei á því, sem í kringum hann var. Ilann var of göfuglyndur til þess, þótli það ekki tign sinni samboðið að leggjast á lítilmagnann, sem i saklausri einfeldni hreiðraði sig við fætur hans. En þessi friður átti sér skamma æfi. I höfuðstað íslands hafðieinhverfýkinn gróða- brallari auglýst, að hann keypti háu verði egg villifugla. Tilboð þetta féll í góðan jarð- veg í lágri, aurasjúkri sál. Maður nokkur gekk „um sumarkvöld við Álftavatnið bjarta“ út í hólmann til að ræna arnar- eggjunum, fór með þau til Rvíkur og seldi þau gróðabrallaranum fyrir fáeina aura. En örninn hvarf og hefir ekki orpið síðan á þessum stað. Vilja ungmennafélögin beitast fyrir því að vernda íslensku fuglana frá eyðilegging? Fyrst er að breyta almenningsálitinu í land- inu, og siðan að bæta friðunarlögin og; koma á eggjafriðun. Guðm. Davíðsson> Þrastaskógur. Þrastaskóg skulum við kalla hann, Ung- mennafélagsskóginn í Öndverðarnesi. Skóg- arþrestirnir virðast kunna þar sérstaklega vel við sig. Þeir verpa þar á vorin undir bjarkarkjarrinu, og á haustin hópa þeir sig svo hundruðum skiftir yfir skóginum, og leika feluleik í greinum hans. Undir kjarr- inu, við rætur þess, er vaggan. í liminu upp yfir er leikvöllurinn. Þaðan má heyra vængjaþyt, hvísl og tíst. — Hjarta slær þar í hverjum runni. Skógurinn var girtur i fyrra vor eins og kunnugt er, girðingin hefir staðið óhögg- uð að mestu. í vetur hafði óvanalega miklum snjó dyngt niður á hraunið, og girðingin þvi víða farið algerlega í kaf. Á þremur stöðum hafði strengur slitnað undan snjóþyngslunum. Búast má við að girðinguna þurfi að strengja aftur, eftir tvö eða þrjú ár, þar sem mestur snjór liggur á henni á vetrum. I fyrra sumar skutu allmargar hríslur 15—20 sm. löngum nýjum greinum, enda laufgaðist skógurinn þá snemma. í vor var óvenju þurviðrasamt fram í júní, og oft frost á nóttu. Háði þetta eigi alllítið skóginum og útlit lians varð því eigi eins gotl nú og um sama leyti í fyrra vor. Siðan skóglendið kom í eigu Ungmenna- félaganna hefir 160 □ m. ílag verið tví- uppstungið i því skyni að trjáfræi verði sáð þar síðar meir. Tveir hektarar (um 6 dagsl.) grisjaðir, mest í smávöxnu kjarri, 50—75 sm. að hæð. Af þeim hafa feng- ist um 40 hestburðir af hrísi.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.