Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1914, Síða 5

Skinfaxi - 01.09.1914, Síða 5
SKINFAXI 117 Þá mun landið Ijósa sem laukagarður. Þá mun þroski jijóðlíf vekja. Vígjast þá vonir til verka, — er iifir: Alfreds andi i Egils landi. A. Th. Um ættjarðarást ii. Þið, sem hafið lesið Islendingasögur, kannist víst við það, að kapp og metn- aður var eitt at' helstu einkennum for- feðra vorra á söguöldinni. Að vísu beind- ist það stundum í óheppilega átt, en engu að siður er það vist, að þessi Iundarein- kenni áttu eigi minstan þáttinn í því að gera þjóðlíf þeirra svo þróttmikið og glæsilegt, að vér dáumst að þeim enn i dag, þrátt fyrir alla þess og þeirra galla. Það er líka víst, að þegar þessir kostir tóku að þverra, þá hefst niðurlægingar- saga landsins. Og þegar þeir fara að gera vart við sig á ný í fleiru en keppni um völd og metorð, þá var viðreisnin í nánd. Það var kapp og metnaður, sem knúði Skúla landfógeta mest og best fram í bar- áttunni gegn verslunareinokuninni. Hæfi- legur metnaðnr og kapp erhverjum manni nauðsynlegt, en ekki stendur á sama, hvað um er keppt og metist. Við skulum ekki keppa um völd og metorð, því að nógir verða til þess, enda er keppnin um það ekki öllum holl og vekur oftast nær óvild og hatur milli keppinautanna. Hitt er þarfara sjálfum okkur og öðrum, að við keppum hver við annan um, hver mest geti unnið til gagns og þarfa. Þesskonar kapp vekur ekki óvild og hatur meðkeppi- nautunum, heldur getur orðið hatrinu sterkara, ef svo ber undir. Kapp og metnaður er aðal og eigin heilbrigðs æskulýðs. Það er eitthvað bog- ið við upplag eða uppeldi þess æskumanns, sem aldrei hefir fundið til kapps og rnetn- aðar við vinnu, nám eða leik. Því mið- ur eru til þeir fullorðnir menn, sem gera sér far um að draga metnað og knpp úr unglingunum. Eg hef beyrt fullorðna menn, sem verið hafa í verki með kapp- fullum unglingum færa að þeim fyrir kapp- ið og ráðið þeim til að fara sér hægra, „taka það með ró“. Enginn skyldi fara að ráðum slíkra manna, því að það eru lokaráð, sprottin af þvt, að þeir vita, að þá ber meira á ódugnaði og slæpingshætti sjálfra þeirra, er þeir ganga ötullega að verki, sem með þeirn vinna. Venjið yður heldur á að beita hæfilegu kappi og metn- aði við hvað eina, sem þið fáist við. Ef þið keppið hver við annan í karlmannleg- um íþróttum, þá getið þið orðið sveitinni ykkar til sóma á íþróttamótum, og ef það kapp væri í ungum mönnum í hverri sveitr að metist væri um, hver sveitin ætti rnesta og besta íþróttamenn, þá yrði það titt, að íslenskir jþróttamenn gætu keppt við út- lenda í hvers konar íþróttum, staðið þeim þar jafnfætis eða borið af þeim, og unnið sér og landi sínu þannig sóma og gagn. Dæmi þeirra fáu Islendinga, sem hafa lagt verulegt kapp á að temja sér íþróttir gef- ur fulla vissu um þelta. Ef þið keppið hver við annan i dugnaði og starfsemi,. nýtni og sparsemi, þá auðgið þið sjálfa ykkur að fé og sveitina ykkar og landið um leið. Og svona mætti lengi telja, þvi að það er vist, að hver sá sem eflir þroska. sinn og efnahag og leggur stund á að taka sem mestum framförum í hvívetna, hann vinnur sjálfum sér hið mesta gagn og eflir hag sveitar sinnar og lands um leið, en hinir sem ekkert af þessu temja sér í æskunni, verða flestir fyr eða síðar sjálf- um sér og öðrum til niðurdreps. — Ef ungmennafélögin sem nú eru nálega í hverri sveit vildu keppa^um það, hvert

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.