Skinfaxi - 01.09.1914, Page 6
118
SKINFAXI.
gæti unnið sveitinni sinni mest gagn, þá
mundi ekki líða á löngu áður en vegsum-
merki og framfarir sæust í hverri sveit.
■Og ef hver sveit tekur framförum, þá fer
öllu landinu fram, og er því ljóst, að sá
sem vinnur fyrir sveitina sína, hann starf-
ar í þarfir ættjarðarinnar.
Eg hef einkum snuið máli mínu til ung-
mannafélaga og ungra manna, því að þeim
heyrir framtíðin til, og þeir geta búist við
að njóta lengst þess, sem starfað er sveit-
inni þeirra og landinu til þrifa. En fjarri
fer því, að við eldri mennirnir megum sitja
hjá aðgerðarlausir. Svo framarlega sem
við viljum, að menn trúi tali okkar um
ættjarðarást, þá verðum við að sýna hana
í verkinu með því að vinna gagn á því
sviði, sem hver um sig starfar á. Svo
segir skáldið:
Allir miklir menn oss sýna
manndómstign er unt að ná
og eiga þegar árin dvína
eftir spor við tímans sjá.
Við eigum allir að skilja eftir „eitthvert
spor við tímans sjá“. Sveitin okkar á að
bera þess merki, að við höfum lifað og
starfað í henni. Við eigum að skila henni
fegri og byggilegri til eftirkomanda okkar
en við tókum við henni. Og þetta ætti
að vera okkur næsta Ijúft, því að alt það,
sem við vinnum i þessa átt, verður okkur
til sóma og ílest til gagns um leið. Hald-
ið þið t. d. ekki að brautin okkar borgi
sig? Eða jarðabætur og húsabætur hjá
þeim sem þær gera skynsamlega? Og nú
ætla eg að nefna eitt að endingu, sem frá-
leitt borgar sig beinlínis í bráð, en eg er
engu að síður viss um að borgar sig ágæt-
lega óbeinlínis fyrir alla sem að því styðja
og alla sveitina, því „að maðurinn lifir
ekki af einu saman brauði“. Það er trjá-
reiturinn, sem ungmennafélagið er nú að
undirbúa og þessi samkoma er meðal
annars haldin til að styrkja. Það er svo
mikil hvöt til frekari framfara, ef sveitin
okkar getur orðið á undan nágrannasveit-
unum að græða hjá sér skóg, og ef vel
tekst með þennan litla reit, þá má eiga
það víst, að þar er fenginn sá Draupnir,
er margir aðrir jafndýrir munu drúpa af
— þegar svo er lcomið, þá mun líka fyrir-
höfnin og kostnaðurinn borgast beinlínis
á sínum tíma. Þess vegna er svo áríð-
andi að vel takist með þessa fyrstu til-
raun og eg vona að ungmennafélagið spari
enga fyrirhöfn til þess, úr því að það
réðist í þetta á annað borð, og eg tel víst
að margir vilji rétta því hjálparhönd til
þessa. Hvern einstakan munar það litlu,
ef nógu margir verða. Það er góðs viti
um hverja sveit sem leggur af alvöru og
áhuga stund á að rækta skóg. Það er
margreynt hjá öðrum þjóðum, að áhuga
á skógrækt fylgir allsstaðar þjóðleg vakn-
ing og áhugi á hverskonar framförum
öðrum. Eg vil því enda þessi orð með
þeirri ósk, að hér í sveitinni og sem víð-
ast á landinu rætist, sem fyrst þessifögru
orð skáldsins:
Eagur er dalur, fyllist skógi
og frjálsir menn!
En frjálsir verða menn aldrei, hvað sem
öllu stjórnarfyrirkomulagi líður, nema menn
temji sér frjálsra manna dygðir, og með-
al þeirra eru fremstar í flokki hæfilegur
metnaður, starfsemi og ættjarðarást.
S. J.
(þróttamót Borgfirðinga.
(Bréf úr Borgarfirði)
Ungmennasamband Borgarfjarðar hélt
íþróttamót sitt að þessu sinni 16. ágúst
síðastliðinn á Hvítárbökkum.
Svo hafði verið ætlast til, að þetta mót
yrði haldið seinast í júnimánuði, en vor-
harðindin gerði það áform að engu, sem
mörg önnur. Ymsir telja það haganlegra,
að þessi mót séu háð fyrir [heyannir en
um þær, og mun það vera í ráði, að svo
verði framvegis.