Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1914, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.10.1914, Blaðsíða 2
122 SKINFAXI nú hefir það tekist. Stjórnarráðið hefir í haust látið það boð út ganga, að héðan af gceti enginn námssveinn eldri en tví- tugur fengið inntöku í lœrdómsdeildina. Hér skal látið ósagt, að hvers tilhlutun þessi ráðstöfun er gerð. En það er mál kunnugra, að rektor og sumir kennarar skólans séu henni mótfallnir. Og það er þeim til sóma. Samkvæmt þessum lögum verða þeir, sem ætla að ná stúdentsprófi hér að byrja nám um fermingu, ef þeir ganga gegnum allan skólann og elstir 17 ára, ef þeir ætla að lesa utanskóla, því að ekki er sennilegt, að námið gangi betur fyrir þeim, sem nema sjálfir, heldur en námssveinum skólans, sem hafa góðan útbúnað og marga duglega kennara. Héðan af spyr skólinn ekki um, hverir Islendingar séu best færir til að verða embættis- eða vísindamenn. Hann spyr hverir eigi þá vandamenn, sem séu fúsir að kosta skjólstæðinga sína í Rvík, meðan þeir eru börn og ungling- ar. Skólinn er orðinn með þessu einka- stofnun fyrir börn efnaðra manna. En þar sem efnamenn eru hér fáir, þá er auðsætt, að þessi lög eru gerð í vil sár- litlum minni hluta, en útiloka hinsvegar meginþorra allra íslenskra unglinga. Samt munu landsmenn allir verða að hera kostn- aðinn við skólahaldið eins og verið hefir. Þessi ákvæði eru því ómótmælanlega rang- lát. En þau gætu ef til vill verið afsakanleg, ef leiða mætti rök að því að meira sprytti upp af gáfuðum unglingum í Rvík og á heimil- um efnamanna, heldur en í kofum fátæk- linganna víðsvegar um land. En það er enginn öfundsverður af að eiga að sanna þú kenningu. Gagnstætt því sem er í öðrum löndum, þar sem af- burðamennirnir spretta fremur upp í bæ- um en sveitum, þá hefir Rvíf og aðrir kaupstaðir næstum ekkert Iagt til af fram- Hraðun koma flestir g'árninenn 2 úrskarandi mönnum, nema i kaupskap og útgerð. Alstaðar þar sem reynir á hærri gáfur hafa sveitadrengirnir, og það hvergi nærri þeir rikustu, komist fram úr keppi- nautunum úr bæunum. Skáldin okkar, listamennirnir, rithöfundarnir, vísindamenn- irnir og stjórnmálaforingjarnir, næsturn allir andans menn, sem eitthvað hefir kveð- ið að, hafa komið úr sveit. Og ef þessi lög, um 23 ára aldur sem hámark til stúdentsprófs, væru orðin nokk- urra áratuga gömul, þá hefðu verið úti- lokaðir frá skólanámi margir menn, sem þjóðin mun lengi minnast. Eg nefni fá- ein dæmi af handahófi. Séra Árni á Skútustöðum útskrifaðist 33 ára, og hefir þó verið merkisprestur og höfðingi í yfir 30 ár; Magnús Andrésson 30 ára; Arn- ljótur Ólafsson, Matthias Jochumsson, Zop- honías Halldórsson og Jóhannes Sigfús- son 28 ára. Kristján Jónsson skáld, Sig- urður í Vigur, Sigtryggur Guðlaugsson, Þorsteinn Erlingsson og Guðmundur Finn- bogason komu allir í skólann talsvert yfir tvítugt. Rúmið Ieyfir ekki að nefna fleiri merka menn enda þarf þess ekki. Séra Matthías einn, sem verða mun velgerða- maður íslendinga, meðan nokkur skilur móðurmál okkar, hefir sýnt, að sú þjóð er heimsk, sem bægir gáfumönnum sínum frá skólamentun, þó að þeir, sökum fá- tæktar, geti ekki byrjað fyr en á fullorð- insárunum. Þessi tilraun til að draga Yandræðafálm. , r .. . . .. ur otvexti mentaskolans, er sennilega gerð í góðum tilgangi, en er þó bæði fávísleg og ranglát. Hún léttir und- ir með þeim, sem síst þarfnast og verð- skulda stuðning, en spyrnir fæti við líf- vænlegustu kvistunum á þjóðarmeiðinum. Hún er í mótsögn við heilbrigða og óhlut- dræga reynslu liðinna tíma. Hún virðir að vettugi þá staðreynd, að Islendingar eru seinvaktir og seinþroska. Hún er blint fálm manna, sem guð hefir gefið

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.