Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1914, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.10.1914, Blaðsíða 3
SKfNFAXI 123 vald, en ekki alveg nógu mikið af víðsýni og dómgreind til að ráða vel fram úr svona máli. fþrótianámsskeiðið. Það hófst eins og ráð var fyrir gert 10. okt. síðastl. en endaði 24. sama mán.; stóð því yfir fullan hálfan mánuð. Um höfðu sótt 15 og komu þeir allir. Auk þeirra fengu 4 að vera með nokkuð af tímanum, eða hann allan, svo alls voru þátt-takendur 19. Aðalkennari var Sigurður Gislason búfr., sá er kendi íþróttir í fyrra hjá ung- mennafélögunum í Borgarfirði. Sundið kendi Páll Erlingsson og Erling- ur Pálsson sundkennarar. Ólafur Sveinsson, Guðm. Kr. Guðmunds- son og Sigurður Ó. Lárusson voru til að- stoðar með köflum. Nemendurm’r voru þessir: 1. Auðunn Oddsson, Norður-Hjáleigu, frá U. M. F. Svanurinn. 2. Magnús Gunnarsson, Hólum.fráU.M.F. Dagsbrún. 3. Bogi Thorarensen, Kirkjubæ, frá U. M. F. Hekla. 4. Sigurður Þorgilsson, Reykjum, frá U. M. F. Skeiðamanna. 5. Jón Guðmundsson, Kópsvatni, frá U. M. F. Hrunamanna. fi. Ingvar Þorvarðsson, Meðalholtum, frá U. M. F. Samhygð. 7. Ingi Gunnlaugsson, Kiðjabergi, frá U, M. F. Hvöt. 8. Guðm. Einarsson, Miðdal, frá U. M. F. Afturelding. 9. Þorsteinn V. Fjeldsted, Hvítárósi, frá U. M. F. íslendingur. 10. Magnús Pétursson, Efstabæ, frá U. M. F. Dagrenning. 11. Jón Erlendsson, Sturlureykjum, frá U. M. F. Reykdæla. 12. Bergþór Jónsson, Fljótstungu, frá U. M. F. Brúin. 13. Eyjólfur Jóhannsson, Sveinatungu, frá U. M. F. Baula. 14. Þórður Helgason, Ölvaldsstöðum, frá U. M. F. Borgarhrepps. 15. Júlíus Björnsson, Garpsdal, frá U. M. F. Unglingur. 16. Páll Þorláksson, Hjallakróki, frá U. M. F. Skarphéðinn. 17. Guðm. Jónasson, Hólma-Hjáleigu, frá U. M. F. Dagsbrún. 18. Árni Helgason, frá U. M. F. Baula. 19. Ólafur Þórarinsson, Rauðasandi. Þessir 4 síðastnefndu voru ekki sendir af neinu félagi, en fengu að vera með nokkuð af tímanum, eins og að framan er sagt. Kenslunni var hagað á þessa leið: Kl. 11 árdegis hvern virkan dag, mættu allir við sundlaugarnar og voru þar til miðmunda. Þar var iðkað sund, kringlu- kast og kúluvarp, og ennfremur spjótkast, Iangstökk og þrístökk. Einni stundu eftir nón komu allir sam- an i leikfimishúsi mentaskólans, sem hafði verið fengið léð til þessa, og fór þar fram: íslensk glíma, hástökk, „Mín aðferð“ (I. P. Mi'dlers) og tleira. Þar var verið til miðaftans. Á sunnudögunum fóru allir út á íþrótta- völl og iðkuðu þar knattspyrnu o. tl. Ymsar íþróttareglur voru kyntar nem- endunum á námsskeiðinu. Rvík 26. okt. 1914-. Jón ívarsson. Aths. Þetta íþróttanámsskeið tókst vel að öllu leyti. Við höfum nú fengið talsverða reynslu, sem bagalega hefir skort fyr á ár- um. Fjórðungsstjórn hafði undirbúið náms- skeiðið prýðilega, eftir því sem föng voru á, og bæði kennarar og nemendur gerðu hvað þeir gátu, til þess að sem mest yrði að verki. Piltarnir komu víðsvegar að, og þótti það eitt á skorta, að þeir hefðu ekki

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.