Skinfaxi - 01.10.1914, Blaðsíða 6
126
SKINFAXI
fer að fjölga, sem svo breyta, þá þurfa
ekki smáþjóðirnar að kvíða því, að falla
þá og þegar í ræningjahendur.
Tóbakssíinibiiiidið.
I vor sem leið stofnuðu nokkur ríki al-
heimstóbakssamband og skyldi það hafa
höfuðaðsetur í Dresden á Þýskalandi. Sví-
þjóð og Danmörk gengu undir eins í sam-
bandið, en hin nýkjörna stjórn þess bauð
bæði Islandi og Noregi þátttöku. Minst
■árgjald af hverju landi er 20 kr. En liins
vegar mikill styrkur að njóta samúðarj og
stuðnings skoðanabræðra sinna i mörgum
iöndum. B. T. í. (Bandal. tób. bind.fél. ísl.)
hefir enn ekki formlega gengið inn í sam-
bandið, því að ílest góð og gagnleg vinna
liggur í lamasessi meðan á stríðinu stendur.
En hér heima mætti þó vinna. Félögin í
B. T. I. eru enn alt of fá, en bins vegar
alt of margir nýliðar, sem árlega bætast
við í tóbaksherinn.
Kjarval málari
«ýndi i vetur í Rvík myndir allmargar, sem
hann hafði málað í sumar sem leið. Þær
voru ílestar úr Vestmanneyjum, af Fljóts-
dalshéraði og úr Borgarfirði eystra, þar
sem eru állhagar hans. Margar þeirra eru
gullfallegar, einkum myndirnar frá Hall-
ormsstað. Enginn málari hefir fyr en
Kjarval lugt stund á að sýna nákvœm-
lega fegurð gróðurríkisins á íslandi. En
i höndum hans lifnar skógurinn og grænu
balarnir, sem speglast í Lagarfljóti. Hvert
tré er málað með nákvæmni og skilningi,
•eins og væri manneskja, og þá fyrst nær
listamaðurinn að sýna hvað i því býr.
Kjarval er einn at þeim listamönnum, sem
•er farinn að „sjá fram úr“. Hann lærir
enn, og mun vonandi halda áfram að læra,
meðan hann lifir. Enn hann er nú þegar
kominn svo Iagt, að einsýnt er, að hann
niun með Asgrími verða til að bera sum-
arsól og yndisfegurð íslenskrar náttúru inn
í hús og hugskot manna.
Orðsending
til ungmennafélagaima í Sunnlend-
ingafjórðungi.
Eyðublöðin undir skýrslur félaganna um
árið 1914 verða send snemma í nóvember
næstkomandi. Þá verða hin nýju lög
fyrir samband U. M. F. I. einnig send hverju
félagi. — Skýrslurnar eru félögin beðin
að gera svo fljótt sem hægt er eftir árs-
Iokin næstu og senda — helst með janúar-
póstferð — til ritara fjórðungsstjórnar, Sig-
urðar 0. Lárussonar, Spítalastíg 6, Reykja-
vík. — Einnig eru félögin beðin að senda
skattinn fyrir árið 1915 jafnsnemma til
gjaldkera fjórðungsins, Guðm. Kr. Guðm-
undssonar, Laugaveg 70, Reykjavík.
Ennfr. eru þau félög, sem ekki hafa sent
enn þá skatta og skýrslur frá fyrri árum,
ámint um, að gera skil hið allra fyrsta.
Skýrslurnar eiga að ná frál.jan. 1914
til 31. des. sama ár, eins og eyðublöðin
sýna, en alls ekki yfir hálft árið 1913 og
hálft 1914 sem átt hefir sér stað hjá
sumum félögum. Skýrslan á að sýna hve
mörg eintök eru keypt af Skinfaxa í félaginu,
bœði af einstökum félagsmönnum og
felaginu siálfu. Fasteignir, svo sem
fundarhús, landspildur, sundskálar og sund-
laugar, telur fjórðungsstjórn réttast, að séu
færðar með þvi verði, sem félögin hafa
lagt út fyrir þær. Með lausafé séu talin
bókasöfn félaganna, og bækurnar reiknaðar
með því verði, sem félögin hafa orðið að
láta fyrir þær.
Æskilegt er að skýrslunnar séu gerðar
sem greinilegastar úr garði.
Reykjavfk 21. okt. 1914.
Fjórðungsstj. tíunnlenclingafj.