Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1914, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.10.1914, Blaðsíða 4
124 SKINFAXI. getað verið lengur. Og vonandi kemur sá tími, áður en langt líður, að U. M. F. geta haft fleiri slík námsskeið og sum lengri. „En stígandi lukka er best“. Ef eigi hefði komið stríðið, og alt ilt sem af því leiðir hér á landi, þá mundi Sigurður Gíslason hafa haldið mörg slík námsskeið á Vestur- og Norðurlandi. En nú verður því frest- að um sinn. Mest liggur á, að þeir ungu menn, sem nú hafa byrjað að iðka marg- ar og fjölbreyttar íþróttir, haldi því áfram í hjáverkum sínum, og hafi áhrif á aðra. Eitt hið mesta mein í mörgum félögum, er það, hve fundirnir eru fábreyttir: dans, og fáeinir menn sem halda ræður. Hér er byrjað á nýrri leið, vísi til fjölbreytni og gleðiauka. Munið eftir að skynsamlega æfðar íþróttir styrkja heilsuna, og auka hamingju og Hfsgleði! Heima og erlendis. Kveiustafir kaupiiianiia. Við höfum sloppið enn þá nokkurnveg- inn við beinar árásir í þessum ófriði, af hálfu útlendra manna. En ein stétt, einn flokkur i landinu sjálfu, hefir leikið þjóðina hart. Þegar illa leit út, þegar búast mátti við hungursneyð, og mest lá á sanngirni og drengskap i viðskiftum, þá notuðu flest- allir kaupmenn sér neyð manna, og settu gífurlega upp varning sinn, sem þeir höfðu keypt erlendis, meðan friður var. Þetta er hið versta og ómannlegasta bragð, sem lagt hefir verið á þjóðina, síðan þessi neyð- artíð byrjaði. Kaupmenn ættu að skilja það, að þó fólk keypli af þeim í neyð, þá hefir það ekki gleymt aðferð þeirra. Þessvegna er til lítils allur þeirra harmagrátur í frétta- og dagblöðum Rvikur yfir því, að lands- stjórnin skyldi ekki fela þeim á hendur að skifta Ameríkuvörunum milli manna. Þeir segja að ekki hefði munað mikið um „1,50 á pokann“. En ef svo lítið hugnast kaup- mönnum, þá mundi kaupendum draga þessir smáskildingar líka. Finna þeir ekki að græðgi þeirra í sumar hefir vakið and- stygð réttlátra ogskynbærra manna? Finna þeir ekki að verðlagsnefndin er brugðið sverð yfir höfði þeim, af því þeim er ekki trúað lengur? Sjá þeir ekki að óþarfi var að hafa slíka nefnd, ef verðlagið var sanngjarnt? Og finst þeim líklegt, að sú sama þjóð, sem verður fyrir ósvifni þeirra í ágúst, þurfi í október sama ár að fá hjálp þeirra til að koma út nokkur hundruð hveiti- pokum í forðalaust landsfólkið? SeðlamáliO. Fátækt okkar Islendinga kemur meðal annars fram i því, að við höfum að heita má enga peninga, nema það sem ytri at- vik geta skyndilega gert verðlaust, nefni- lega seðla. Hér sést gull næstum aldrei; en í auðlöndunum miklu: Englandi, Frakklandi og Bandaríkjunum er gull stöð- ugur gjaldeyrir manna á milli. Ef hættu ber óvænt að höndum, og menn tapa trúnni á neðlana, þá eru þeir gildislausir. En af vananum erum við orðnir svo örugg- ir í trúnni á pappírinn, að margir menn, og þar á meðal ýmsir fulltrúar á þingi, halda að ekki þurfi annað, til að fá pen- inga inn í landið, en að prenta seðla, og koma þeim i veltuna. Þetta hafa menn reynt annarstaðar t. d. á Frakklandi og i Danmörku fyrir liðugri öld, og í bæði skii'lin kom það þessum þjóðum á heljar- þrömina. Við erum heilli öld á eftir í skilningnum á seðlum og réttri notkun þeirra. Og kaupsýslumenn, og þjónar þeirra á þingi í sumar, voru nærri búnir að leiða okkur út í meira taumleysi í seðlaútgáfu en tíðkast nú með nokkurri siðaðri þjóð. Björn bankastjóri hefir ný- lega ritað um þetta mál í Ingólf og ísa- fold og skýrt það rækilega svo eigi verð- ur betur gert í stuttu máli. En blaða-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.