Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1914, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.10.1914, Blaðsíða 1
10. BLAÐ REYKJAVÍK, OKTÓBER 1914. V. ÁR Merkileg ráðstöfun. Mentaskólinn er hér á landi eina hliðið, sem opnar Islendingum leið til embætta og vísindamentunar. Hann heíir verið al- pjóðleg stofnun, fyrst og fremst af [iví, að þjóðin kostar hann, í Allir jafnir fyr- . , ir lögunum. oðl'u 'aS1 af Í,V1> að þeir sem þar stunda nám, verða flestir síðar að meir eða minna leyti starfsmenn þjóðfélagsins, og í þriðja lagi af því að þar hafa allar stéttir átt aðgang að ókeypis kenslu. Höfuðskilyrði við skólavist þar hefir verið og það, að lærisveinarnir gæti fullnægt prófskilyrðun- um, lært á tilsettum tíma það, sem kraf- ist var í reglugerðinni. Af þessu leiddi, að menn komu í skólann mjög misgaml- ir. Reykvíkingar og efnamenn út um land sendu þangað sonu sína á fermingar- aldri. En fátækir piltar, sem brutust áfram að mestu eða alveg af eigin ramleik, gátu ekki byrjað fyr en þeir voru fullorðnir, færir til vinnu, og búnir að vinna sér álit manna, sem gátu rétt þeim hjálparhönd. Báðir koniust að sama marki. En fátæk- lingurinn galt að því einu leyti aðstöðu sinnar, að liann komst seinna í embætti, heldur en sá er byrjaði harnungur. En um það var að jafnaði ekki fengist, og margir af hinum þjóðnýtustu mönnnm okkar hafa komið fullorðnir í skóla. Tilraun að gera En nú er þessu breytt. embættisvaldið í reglugerð þeirri sem arfgengt. búin var til handa skól- anum fyrir fáeinum árum, var skólinn klof- inn í tvær deildír: gagnfræðadeild og lær- dómsdeild og þrír bekkir i hvorri. Ný- sveinar skyldu ekki teknir nema í fyrsta bekk í hvorri deild. Og inn í neðsta bekk gagnfræðadeildarinnar skyldu engir teknir eldri en 15 ára. Þetta varð til þess að í neðri deild skól- ans komu nú ekki lengur neinir fullorðnir, sjálfstuddir menn, heldur börn úr Rvik, og hörn einstakra embættis- og efnamanna annarsstaðar að. Fátækir drengir ofan úr sveitum gátu ekki hugsað til að fylgjast með á þeim aldri. Þeir höfðu ekki úr að s]fila fi—700 kr. árlega, fermingarárið og næstu missiri ]iar á eftir. Þó var ekki enn lokað öllum sundum fyrir þessum mönnum. Ef þeim tókst að lesa utanskóla gagnfræðanámið, og ná þriðjabekkjarprófi i Rvík, þá veitti stjórn skólans þeim venjulega inntöku í lærdóms- deildina, þó að þeir væru fullorðnir. En flestir þessara manna hafa nú síðari árin lesið til gagnfræðaprófs á Akureyri, síðan samband komst á milli skólanna. Hafa þaðan komið margir mannvænlegir menn i 4. hekk mentaskólans hin siðustu ár. Mun svo reynast siðar, að þá skortir eigi manndóm á við námsbræður sína, þótt ekki ættu þeir offjár um fermingaraldur til að komast þá í skólann í Rvík. En það er eins og einhver voldugur andi hafi unnið þess dýran eið, að loka mentaskólanum og háskólanum fyrir þeim unglingum öllum, sem ekki hafa 6 — 700 kr. i árstekjur þegar á fermingaraldri. Og

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.