Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1914, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.11.1914, Blaðsíða 2
130 SKINFAXI. þess, hverjar freistingar eru skæðastar til að lama karlmannskjark og andlegt sjálf- stæði. Fjárgræðgin er þar höfuðástæða. Nautn- irnar vaxa og verða hæði fjölbreyttari, almennari og kostnaðarsamari eftir því sem timar líða. Til að geta fullnægt þeim, þarf fé — eða það sem getur jafngilt peningum — vináttu voldugra manna. Sá sem er háður nautnunum og fær ekki á móti þeim staðið, er enginn mnður. Haun berst með straumnum. Og i viðbót verður hann að dýrka peningana, taka þá frá veitanda, þó þeir séu með afar kjörum, lála að veði sál og sannfæringu til að geta veitt sér æsandi stundargleði. Eitthvert dapurlejirasta tákn Yaxsuidi ... . . nautnasýki hmanna at þessu tagi er nautnasýki margra æsku- manna. A siðari árum hefir tóbaksnautn stórum útbreiðst. Neftóbak hefir orðið tiskubarn. Hvorki fjártjónið, heilsutjónið né óþrifin, sem tóhakinu fylgja, hafa orðið hindrun á veginum. Sennilega vita flest- allir þessir menn, að tóbaksnefin mörgu, hér á landi, eru í augum vel siðaðra út- lendinga, sem hingað konia, ein ljósasta sönnun þess, að við séum enn þá hálf- gerðir skrælingjar. I mörgum héruðum og einkum í þorpunum, er Ieitun á ungri manneskju, sem hefir heilar tennur og aldrei fundið til tannsýki. Og þó er að heita má ekkert auðveldara en að varð- veita tennurnar óskemdar — ekki annað en hirða þær eins og hreinlátnm manni ber að gera, og forðast sætindaát. En hvorugt er gert. Það er alt af sama hug- leysið. Unglingarnir troða í nefið tóbaki, og sætindum í munninn, af því dæmin eru fyrir þeim höfð, löngun þeirra er vakin, en kjarkurinn of veikur til að standa móti freistingunni, og heimsku al- menningsálili. Þegar þessir gleðimenn eru fullorðnir, fjölgar nautnaleiðunum. Þó skiftir hitt meira máli, að þeir kunna ekki að láta á móti sér; augnabliksgleðin verður að aðaltakmarki. Slíkum mönnum er engin þraut að beygja sig eða skifta um stefnu. Það hefir eldri mönnum lærst prýðilega. Hér þorir enginn, að heita má, að vera í minnihluta, enda fylgja því ekki völd eða fé. Á þessu hafa llokkarnir riðlast, og stjórnarfar okkar, sem er bygt á því að borgararnir sýni hugrekki og stefnu- festu, er orðið að hlægilegum skrípaleik. Og fréttablöðin sem eiga að leiða þjóð- ina í allan sannleika, þora nú ekki lengur að halda fram réttum áfellisdómi, uema ef smælingi á hlut. Glögt dæmi þess er tollsvikamálið í sumar, sem enginn rit- stjórinn mintist á, þó að öllum landslýð sé nú kunnugt um málavexti, af því að alt sem á að breiða yfir, heíir lag á að berast út. En söm var gerð hlaðaeigend- anna fyrir því. Þeir hafa kastað rýrð á blaðamenskuna í landinu með því að láta ódæðið haldast uppi óátalið. Og virðingin minkar enn meir, þegar liggur í augum uppi að jafnvel rangfenginn auður verður að skjaldborg um hættulegustu lögbrjót- ana. Þá eru skáldin sum tekin að óvirða mátt sinn og guðlega gáfu á því að yrkja lanylokur um dauða menn fyrir pen- inga. Ekkert einasta dæmi er til um að þau kvæði hafi minsta listagildi. Þvert á móti eru þau venjulega nauða ósmekklegt hnoð um kosti hins framliðna, og stund- um átakanleg öfugmæli, þar sem mann- dygð var lítil en vel borgað. Allir sannir listamenn hafa skömm á slíku falsi og leigulofi. En þar sem hugrekkið vantar er ekkert aðbald. Peningarnir freista, og göfgi listarinnar verður að lúta í lægra haldi. En hver sem þannig notar gáfur sínar er glataður listinni. Himinn snildar- arinnar ér honum, úrþví, að eilífu lokaður. Sagan segir um einn fornkonung, að hann hafi mátt óska sér einhverrar gáfu. Hann bað um mannvit til að geta stýrt vel landi og þegnum. En ef nú mætti

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.