Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1914, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.11.1914, Blaðsíða 6
134 SKINFAXI skipulagi. Ætlar samband þetta að gang- ast fyrir íþróttanámsskeiði á Breiðumýri nú í vetur, og héraðsmóti i vor á sama stað. Er ráðgert að þar verði iðnsýning um sama leyti. Skinfaxi vonar að geta skýrt nánar frá sambandi þessu áður en langt um líður. Fyrii'lestrar. Stjórn Sunnlendingafjórðungs hefir beðið ýmsa menn að balda fyrirlestra víðsvegar á sambandssvæðinu. Þessir menn hafa nú þegar lofað aðstoð sinni: Bjarni Asgeirs- son, Páll Jónsson á Hvanneyri, sr. Jakob 0. Lárusson og Guðbrandur Magnússon. Fj.stjórnin þykist viss um, að fleiri muni verða við tilmælum hennar. Skemtiferð U. M. F. A, U. M. F. „ Afturelding" — í Mosfells- sveit — hefir nú í nokkur ár farið skemti- ferð á liverju sumri. Farið hefir verið eitthvert þangað, er öðru fremur fagurt þykir og tilkomumikið, og því oftast „til fjalla“. í ferðum þessum hafa allir félagar tekið þátt, er tök hafa haft til, og einnig oftast nokkrir utanfélagar. Lengst ferð, er félagið hefir farið, er sú, er það fór síðastliðið sumar, og skal hér nokkuð frá henni sagt. Ákveðið hafði verið að mætast að Mið- dal á laugardagsmorguninn 18. júlí. Var lagt af stað laust fyrir hádegi — og dag- leiðin ákveðin til Þrastaskógar. Farið var sem leið liggur, austur Hellisheiði um Ölves að Ölvesárbrú; var dvalið þar dá- lítinn tíma. Farið þaðan til baka og upp Grímsnessbraut, að Alviðru. Þar er gott að koma. Var hestum komið fyrir þar um nóttina, en menn gengu til skógar — Þrastarskógar, eignar okkar allra. Þar sváfum við um nóttina, og vöknuðum — „alhress í ilmandi lund“ — í aftur- elding. Fagur þótti okkur skógurinn, og ósk- uðum að annar eins væri kominn „heim“ til að gefa mosanum og melunum okkar líf og lit. — Árla var af stað farið og haldið upp með Sogi, að austan, og upp fyrir Þing- vallavatn, um Þingvöll — og heim. Kom- um að Miðdal kl. 8 á sunnudagskvöldið; höfðum þá verið um 33 tíma í burtu. Voru alls í förinni 36 menn, með um 50 hesta. Fengum ágætt veður alla leið, nema af Þingvöllum. — Slíkar ferðir ættu að vera nfiklu almennari hjá ungmenna- félögum, en enn eru þær. Það er bæði heilnæmt og hressandi að hrista af sér „dalalæðuna“ og halda til heiða og teiga að sér fjallaloftið ferska. Og þá ekki minna í varið, að víkka sjón- deildarhringinn, njóta útsýnisins víðfaðma. En slíkar ferðir gera annað og meira. Þær auka samúð og kynningu félaganna inn á við og það munar mestu. G. Þ. U. 31. F. Dsigreiining hefir bréfakvöld 31. desember þ. á. Fjórðungsstj órn Suuul cnd in gaf jórð- ung'S hefir skipað oss undirrituð til að íhuga, hvað U. M. F. I. geti gert fyrir hreinsun og verndun móðurmálsins og koma fram með tillögur þar að lútandi. Skorum vér því hér með á alla, sem vilja leggja gott lil þessa máls, að láta oss í té þær hugmyndir og bendingar, málinu til styrktar, sem þeir geta. Mælumst vér lil þess, að menn sendi tillögur sínar sem fyrst, til ritstj. Skinfaxa. Reykjavík 20. nóv. 1914. Inga Lárusdóttir. Kristján Albertsson. Jónas Jónsson.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.