Skinfaxi - 01.01.1915, Blaðsíða 2
2
SKINFAXI
og mentir, vel siðaðir, hæfilega efnaðir;
þjóðin frjáls og mikilsmetin að skynbær-
um, óhlutdrægum dómum. Leiðirnar sem
Islendingar eiga um að velja verða metn-
ar og verðlagðar innbyrðis eftir því, hve
líklegar þær eru til að leiða að þessu
marki.
., , .*. Að öllu samtöldu heíir ekki
Þrjár leiðir.
venð bent a nema þrjar ao-
aðalleiðir til að endurreisa Islaud. Og
hér verður talið, að sá sé þeirri stefnu
fylgjandi, sem hann hefir mesta trú á,
þótt hann afneiti eigi hinum, og álíti þær
réttmætar að einhverju leyti. En vegirnir
eru þessir:
1. Formsbarátta. (Samningar við Duni
um stjórnarform Islands).
2. Útlent auðmagn inn í landið.
3. Innlend, alhliða viðreisnarstarf-
semi.
Fonndeilan. Fyrsta leið!n en lanSÍ>ektust
hér á landi og mest reynd.
Hún er í daglegu tali nefnd pólitík. Þá
stefnu aðhyllast þeir, sem vinna að því að
Iosa nokkur þau Iagabönd, sem nú tengja
ísland við Danmörku. Þeir þrá að breyta
stjórnarformi okkar í eitthvert horf, nærri
uppkastinu, brœðingnum eða persónu-
sambandi, til að nefna vinsælustu kröfur
allra ílokka. Að skoðun formsmannanna
er þá stjórnarform okkar, og ytri bönd
gagnvart Danmörku mesta mein Islend-
inga nú á dögum. Um þá kenningu er
þetta að segja:
1. Hún er réttmæt að því leyti, að
sambandið er okkur til hindrunar, og hef-
ir verið frá upphafi. Sjaldgæft að góð
sambúð só með Dönum og Islendingum,
vegna ólíkra skapsmuna þjóðanna.
2. Galli að þessi barátta hefir nú í
áratug kostað landið stórmikið í fé og eyddu
afli, en alls ekkert áunnist. Alt staríið
má heita verra en ógert.
3. Þó Island hefði hlotið hnossið, rik-
isviðurkenninguna (en verið þó í sam-
bandi við Danm.) þá væru bæði ógrædd
sárin heima fyrir, og vís von áframhald-
andi deilu við Dani (Sbr. öll skifti okk-
ar við þá, fyr og síðar, og reynslu annar-
staðar um slík þjóðasambönd.
4. Forvígismenn okkar völdu ennfrem-
ur óheppilega leið til að knýja mál okkar
fram. Þeir fóru orðagjálfurs- og samn-
ingáleið, þar sem eitt danskt nei gat drep-
ið hverja tilraun, eins og nú reyndist, í stað
þess að efla inátt þjóðarinnar með endur-
bótum innanlands og sýna Dönum síð-
an i tvo heima i verki. Þá hefðu Dan-
ir látið undan í hverju sem var, jafnvel
sætt sig við skilnað. En í þess stað hafa
stjórnmálaforingjarnir, að heita má, látið
óhreyfð fjármála- og menningarböndin,
sem fastast reyra okkur Dönum (Sbr. að
við getum ekki þeirra vegna skilið nú,
þótt Danir byðu skilnað).
5. Alt brask formsmannanna heíir ver-
ið og er andvanafœtt. Að vísu er það
sprottið af góðum vilja. En þeir hafa
ekkert áunnið; og þótt óskir þeirra væru
uppfyltar, þá væri aðalverkið samt eftir:
Fullur skilnaður. Að því leyti sem
krafa þeirra er bygð á veruleika, þá er
skilnaður sú eina formsbreyting, sem nokk-
urt verulegt gagn er að. Þangað til mætti
una núverandi stjórnarformi, ef notað
væri til fullnustu, eins og síðar verður
bent á.
6. Jafnvel þótt skilnaður sé eina úr-
lausn formsmannanna, sem vit er í, þá
getur hann ekki verið æðsta takmark okk-
ar. Við lifum á vargöld, þar sem hinir
sterkustu breyta eins og máttur væri rétt-
ur. Þótt við værum sjálfstætt riki, gæti
einn lítill fallbyssubátur rángjarnrar þjóð-
ar lagt landið undir sig, og ónýtt aVan
sögulegan rétt. Mann sundlar við að
horfa ofan í það hyldýpi vanþekkingar-
innar, sem kemur fram í orðum þeirra
formsmanna hér á landi, sem vilja grafa
fjöregg þjóðarinnar upp úr gömlum skjöl-
um, en fyrirlíta andlegan og siðferðisleg-
an mátt fólksins.