Skinfaxi - 01.01.1915, Blaðsíða 1
1. BLAÐ
REYKJAVÍK, JANÚAR 1915.
VI. ÁR
Endurreisn íslands.
Eramtíöurlaudið og
grainla landiö.
Nú eru tímamót, og |iá eru menn best
hugsandi, horfa yfir farinn veg og reyna
að skygnast inn á ófarnar leiðir. Þá bind-
ast menn góðum heitum. Mörg verða að
engu, en sum rætast.
Hvers eigum við að
vona? Höfum við
nokkurra réttmætra
bæna að biðja? Flestum mun finnast
það. Hér eru ófal mein, ótal skæðir óvin-
ir að sigra; og hins vegar hyllir undir
framtíðarlandið, ísland endurfœtt, frjálst
og stórt. Alt er til að hvetja þjóðina
áfram, bæði núlíðandi raunir og bjartar
framtíðarvonir. Islendingar þurfa ekki að
harma, að allir sigrar séu frá þeim teknir,
af gengi forfeðranna. Verkefnin eru meir
en nóg. Og fyrir djarlá, hugsandi kyn-
slóð ei- varla til annað meira gleðiefni en
mikil mótstaða og að haki hindrananna
hin þráðu sigurlaun.
Við tökum við, með nýja árinu, stóru,
vanræktu landi, með dreifðri, sundurlyndri
og máttlítilli þjóð. Auðsuppspretturnar
liggja ónotaðar: frjó mold, sem gæti fætt
og klætt miljónir manna, víðáttumikil
engjaflæmi, sem jökulárnar geta gert að
dýrindis ræktarlandi, óþrotlegar steinbyrgð-
ir í hús og önnur mannvirki, þúsund ár
og lækir með ósegjanlegum mætti til að
vinna fyrir þjóðina og til að lýsa henni
og hita i ótal aldir. Margar góðar hafn-
ir, og kring um alt landið hin bestu fiski-
mið, sem til eru á þessari jörð. Og sé
spurt um þjóðina, þá er hún að vísu
magnlítil nú, en þó góðrar ættar, jafn-
borin og náskyld forustuþjóðum heimsins,
og í reyndinni jafnsnjöll þeim um ein-
staklingsþroska, þar sem okkar menn
byrja leik með sömu aðstöðu. Hverju
skiftir þá, þó hér séu margir menn hungr-
aðir, klæðlitlir, veiklaðir, kaldir, fátækir,
fáfróðir, sundraðir, ófrjálsir og smáðir af
umheiminum? Landið sjálft og náttúru-
far fólksins er svo gott, að eigi verður
betra óskað. Ef rétt er að farið, getur
hér lifað, í fyrirmyndarlandi, máttug þjóð,
þótt fámenn verði að tölunni til. Hvort
þetta verður, eða verður ekki, er kornið
undir því, Jivert við stefnum á komandi
árum, hvort við stefnum til hins fyrir-
heitna lands eða ráfum viltir yfir eyði-
merkur.
,, ,. Á unglingsárunum stendur
Yeg-amót. , v
hver æskumaður a vegamot-
um. Hann getur valið um marga lífsvegi;
það val kemur honum sjálfum mest við.
En hann getur líka valið um ýmsar leið-
ir i þjóðarbaráttunni, þar sem hann er
örlítil, sjálfskynjandi vera í stórri heild.
En máttur og megin þeirrar heildar er
þó komið undir eðli og ástandi einstak-
linganna. Það er þetta efni, stefnur ís-
lenskra borgara í viðreisnarmáli þjóð-
arinnar, sem hér verða gerðar að um-
talsefni. Viðreisn þjóðarinnar verður tal-
in fullkomin, þegar meginþorri Islendinga
eru menn líkamlega og andlega hraustir