Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1915, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.01.1915, Blaðsíða 4
4 SKINFAXI íslensk náttúra. Reyniviðarhríslan. „Hjallinn“ er geysimikill stallur undir Jörundarfelli, hæsta tindinum á Vatnsdals- fjalli. Að ofan er hann grösugur og ágætt beitiland, en hlíðin fram að sveitinni er frámunalega hrikaleg. Efst gengur hamraveggur með endilangri brúninni, ur- inn af veðrum og vatni. Bjargstuðlarnir eru margsprengdir og súlnabrot standa laus á þrepunum. Fyrir neðan hamrana tekur við snarbrött blágrýtisurð, sem gengur nið- ur á jafnsléttu. Margt er einkennilegt í Hjallanum. En tvent er mér minnisstæðast þaðan : fossinn og hríslan. Um miðjan Hjallann er lægð i brúnina og kleltarnir ganga þar í boga nærri því niður á jafnsléttu, mörg hundruð fet á hæð. Þeir mynda þar fagra og reglulega borg, sem er eins og sköpuð fyrir foss. Svona borg hlýtur allar ár að dreyma um að hitta á leið sinni, Félli stórá þarna fram af hrúninni, væri það fegursti foss á íslandi. En niður í þessa konunglegu fossborg fellur ekki fljót, heldur dálítill lækur. Og „fossinum" er varla nafnið gefandi. Nokkra tugi feta niður fyrir brúnina sést hvítleit buna — svo er allur fossinn orðinn að úða, sem gerir dökka skellu á hamrana. Lækurinn ætlar sér ekki af. Honum er það langt um megn að mynda svona há- an foss. Viljinn er ótakmarkaður, kraft- ana brestur. Uppi á Hjallanum er hann venjulegur, glaðlyndur fjallalækur, sem veltir sér milli lyngbakkanna og hoppar yfir steinana. Og niðri á hömrunum þéttist úðinn og verður aftur að læk, sem rennur hægt og gætilega niður balann fyrir neðan og fýn- ist í flóanum. Hversdagslíf alt saman, nema þetta æfintýri á mótum æsku og elli, þegar hann ætlaði að mynda fossinn. Hjallalækurinn segir margra sögu. Það er oftast sorgarsaga, en bjarmi æfintýris- ins er yfir henni. I æfintýrunum er leik- ið fyrir opnum tjöldum. Sigrarnir eru stórir og fljótunnir, og ósigrarnir eru líka yrkisefni. I lífinu fer mest af baráttunni fram að tjaldabaki. Ósigrarnir eru smáir, en þeir draga sig saman. Sigrarnir eru að fá að halda áfram að berjast. Reyni- viðarhríslan segir dálítið af þessari sögu. Sunnarlega í hjallanum blikar dálítill grænn blettur uppi í urðinni, ofar en mið- hlíðis. Það er reyniviðarhrísla, eina skóg- arhríslan, sem eg hefi séð í Húnavatns- sýslunni. Hún hefir ekki orðið svona langlíf af því að malarrifið, sem hún vex í, sé svo góður jarðvegur. En urðin er í kring, ill- fær mönnum og skepnum, egghvassar blá- grýtishellur, sem syngur í, þegar slegið er á þær. Malarrifið er griðastaður. í fornöld var Hjallinn að ofan allur skógi vaxinn, eins og sjá má í Vatnsdælu. Þessum skógi hafa nú menn og sauðfé gjöreytt. En áður en svo langt var kom- ið hefir frjóið til hrfslunnar borist niður fyrir hamrana — guð má vita fyrir hvað mörgum öldum. En baráttulaust hefir lífið þarna í urð- inni ekki verið. Við og við hafa auðvitað prílnar kindur komist upp að hríslunni, nagað at henni brumin og kipþ, úr vext- inum. En verstu óvinirnir hafa verið snjór- inn og leysingarnar. Snjórinn hefir víst brotið marga greinina og legið þungt á stofninum sjálfum. Og í leysingunum á vorin verður mölin að leðju, sem sígur niður og reynir að grafa hrísluna, Þó eru áraskifti að þessu. Sum vorin er hríslan svo lág og beygjuleg, að henni er varla ætlandi lif. En næsta sumar er hún aftur orðin hærri og þéttari og nýir angar eru sprottnir fram í stað greinanna, sem snjór- inn sligaði og leirinn gróf. Hamarinn fyrir ofan er harður, og sýn- ist óvinnandi. En það sem vatn og frost einu sinni hafa sprengt og núið, grær aldrei

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.