Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1915, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.01.1915, Blaðsíða 8
8 SKINFAXI og því næst færa út takmörkin, og fylkja sér þétt um það falslausa merki í þjóð- lífsbaráttunni. — Lög þess og stefnuskrá eru orðafá og einföld — laus við allar skuldbindingar, sem hingað til munu hafa hamlað því að þnngeysku félögin gengi i „U* M. F. í“. Þeim hafa þótt þær of stórorðar og frek- -ar í Iögum ungmennafélaganna einkum á pappírnum! Meðan það er óbreytt geng- ur sambandið ekki í Ungmfél. íslands. Þessvegna verður að gera það, sem unt er til þess að samkomulag verði um forms- atriðin, svo að þau standi ekki fyrir sam- vinnunni. Og vonandi er að sambönd komist sem fyrst á fót, meðal ungmennafélaganna í hverri sýslu, svipuð því, sem hér er frá skýrt. Þau gæti svo orðið líftaugar ungu kynslóðarinnar og alþýðuvaldsins í land- inu. 28/ '14.' Þ. Til Ungmennafélaganna í SunnJ en dingafjórðungi. Næsta fjórðungsþing ungmennafélaganna á Suðurlandi verður að likindum háð fyrri hluta maímánaðar 1915 hér í Reykja- vík. Hvert sambandsfélag milli Skeiðarár- sands og Gilsfjarðar á að kjósa til þess fulltrúa eftir sömu reglum og áður. Þing- tími og þingstaður verður nánar ákveðinn síðar og birtar félögunum, ásamt þeim mál- nm er lögð verða fyrir þingið. Jafnframt eru þeir félagar, sem hafa hug á að flytja einhver mál á þinginu, ámintir um að tilkynna fjörðungsstjórninni þau hið fyrsta. Reykjavík 27. des. 1914. F. h. fjórðungsstj. Sunnlendingufj. Jón ívarsson. SKINFAXI. Mánaðarrit U. M. F. I. Yerð: 2 krónur. Ritstjóri: Jótias Jónsson, Skólavorðustíg 35. Sími 418. Afgreiðslumaður: Egill Gruttormsson. Skólavörðustíg 16. Sírni 144. Félagsmál. Glima. Seint í des. glímdi glímuflokkur U. M. F. R. í Hafnarfirði til ágóða fyrir slysa- sjóð sinn. Sund. U. M. F. R. hefir í hyggju að æfa all- stóran sundflokk í vor og sumar. Allir sundmennirnir, sem tóku þátt í nýjárssund- inu voru U. M. F. Hérað eða fjórðungur? Borgfirðingar og Mýramenn hafa nú greitt atkvæði um, hvort þau héruð vilji ganga úr Sunnlendingafjórðungi, eða ekki. Enn er ókunnugt um úrslitin. „Enskuhólkur11. Ymsir af kaupendum Skinfaxa hafa óskað eftir að í blaðinu væri að staðaldri smágrein á ensku með íslenskri þýðingu samhliða. Ber það til, að fjöldi yngri manna hafa byrjað að nema þelta mál, en síðan skort tækifæri til að halda við þeirri þekk- ingu. Þó Skinfaxi geti auðvitað eigi bætt úr því, má þó vera að smágreinar þessar geti átt þátt í að halda við áhuganum hjá einstöku mönnum, og ef til vill ýtt undir aðra að byrja enskunám. Fyrst um sinn verða tekin kvæði effir ýms ensk stór- skáld, svo að bæði fari saman gagn og yndi við samanburðinn Ritstjóri: Jónas Jónsson frá Hrillu. Félagsprentsmiðjan

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.