Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.10.1916, Qupperneq 8

Skinfaxi - 01.10.1916, Qupperneq 8
** 120 SKINFAXI og iðka skíðahlaup. Foreldrarnir eiga að gefa börnum sínum skiði þegar þau eru orðin svo stálpuð að þau geta haft not af þeim. Þessi íþrótt á að verða þjóðar- íþrótt íslendinga og stuðla að því að gera þjóðina fagra og hrausta. (Vetrarbl.). Félagsmál. S'óngrflokkur Rcykdæla. Fyrir skömmu komu hingað 12 ungir menn úr U. M. F. Reykdæla í Borgarfirði, til að æfa sig í söng hjá Sigfúsi Einars- syni. Dvöldu þeir hér í bænum nokkra stund og sungu nokkur lög á einum fundi U. M. F. R. Var frammistaða þeirra mjög rómuð. Áhugi sá er þessir menn sýna, er bæði sjaldgæfur og lofsverður og eitt hið besta dæmi þess, hvernig góð ung- mennafélög bæta og göfga hugsunarhátt þjóðarinnar. Yngri delld U. 31. F. R. er haldið áfram í vetur með góðum ár- angri. Af félagsmönnum, sem stutt hafa deildina, eiga þeir mestar þakkir skilið Steinþór Guðmundsson og Erlingur Páls- son, enda báðir miklir áhuga og dugnað- menn. Deildin sú þarf að dafna vel til yngja upp ungmennafélagsskapinn hér í höfuðstaðnum. Seldur liúsgrunnur. Síðasta vorið sem Guðbrandur Magnús- son dvaldi hér í bænum, réð hann til þess, að ungmennafélögin bæði keyptu allstóra lóð á góðum stað í bænum. Skyldi þar reisa samkomuhús félaganna á sínum tíma. Blettut þessi var nokkru slærri en þurfti fyrir eitt hús, og hafa félögin nú selt af honum við góðu verði, eitt hússtæði. Ef styrjöldin hefði eigi hindrað flestar slíkar framkvæmdir, mundi nú byrjað á byggingu þessari. En þar falla líklega úr nokkur ár. Bréíakvöld hefir Ungmennafélag Bisk- upstungna ákveðið sunnudaginu 28. janúar 1917. Félaginu er einkar kærkomin bréf frá öllum góðum ungmennafélögum, sem víðast að. Vatnsleysu, 30. ok‘t. 1916. F. h. ö. M. F. B. Þorsteinn Sigurðsson (p. t. ritari). sem viljið fá bækur ykkar vel og ódýrt bundnar, æltuð að senda þærjjtil Fjelagsbókbandsins í Reykjavík Ingólfsstræti. Athugið það, að illa bundnar bækur eru engin eign! Kristinn Jónsson trésmiður. Frakkastíg 12, Reykjavík hefir stórt upplag af asksldöum, afarvönd- uðum. Skíði úr „pitspæn“ og furu. Einnig hirgðir af erfiðisvögnum, lystivögnum og aktýgjum. Viðurkent best verð, eftir gæðum, á Islandi. Sömuleiðis hrifuhausum, hrífu- sköftum og orfum úr ask og furu. Skilvísa kaupendur Skiufaxa þarf ekki að minna á að gjalddag'i blaðsins var 1. júlí. Ritstóri: Jónas Jónsson frá Hriflu. Félagsprentsmiðjan

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.