Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1917, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.01.1917, Blaðsíða 3
SKINFAXI 3 arinn greypir hana i marmara. Málarinn festir hana með ódauðlegum litum á ör- þunnan líndúk. Skáldin gera úr henni harmleik, „róman“ eða Ijóð. Engu skiftir hvað málmurinn heitir, sem mótað er i, ef listamaðurinn hefir efnið í hærra veldi við meðferð sína. Þúsund ára gamlar myndir úr fornsögunum standa þannig augliti til auglitis við nútíðarmenn. Við sjáum Bergþóru vafða reyk og eldi stiga léttum fetum inn yfir landamærin við hlið þess manns, sem hún unni, og treysti best. Við sjáum Guðrúnu Ósvífursdóttur á grafarbarminum, með taflið tapað og borgirnar hrundar. Hún sér rústir einar, og finnur tómleik hefndarinnar, sem lagt hefir i auðn og ösku lundinn, sem var henni dýrmætastur. Svo mun mynd Jak- obs Thorarensen standa óbrotgjörn i brag- artúni íslenskunnar um ókomnar aldir. Tötrum klædda, ellihruma, útskúfaða sveit- arkerlingin situr framan við eldinn. En hún er raunar álfkona i álögum. Hún breiðir út feldinn og leyfir skáldinu að stíga á eitt hornið. Þau hverfa gegnum logana og koma á nýja jörð, undir nýjum himni. Það er föðurland álfkonunnar. Þar kastar hún tötrunum og ellihjúpnum og verður aftur æskuprúð með yl vorsins í hug og hjarta. Hún finnur sinn Kjart- an, háan, íturvaxinn, glæsilegan, höfði hærri en fólkið alt. Þau „flétta arm við arm“ og líða yfir grasi gróna, sóivermda vellina. Lífið brosir við þeim. Óteljandi skýjaborgir rísa fram undan. Augnablikin veiða að árum og árin að augnablikum. Vorblærinn vaggar þeim úti á „dýpstu draumamiðum“. En alt í einu hrynur samau þessi glæsilegi töfraheimur. Dreng- skapur íturvöxnu hetjunuar var súlan mikla, sem hélt uppi himni, sól og tungli. En þessi súla var brostin og þess vegna hrundi alt. Og nú reikar álfkonan um eyðisanda og öræfi. Taflið er tapað og verður ekki rétt við, nema í endurminningunum. Allar álfkonur í álögum fá að vitja átthaganna við og við. Svo er um þessa. Þegar hún horfir í eldinn, seiða logarnir hana til sín, eins og fossinn sogar mann, sem horf- ir af gljúfurbarminum niður í iðuna og finst hann vera að hrapa. Bak við eldinn er hennar himinn, endurminningalandið, sólheimar vorsins, sem hún flýr til þegar hún má, undan þunga örbirgðarinnar og kuldagusti einstæðingsskaparins. Gustur- inn hefir vakið hana. Lífsþráðurinn er að sliti kominn. Hún á ekki eftir annað en að stíga yfir landamerkin. Engin hönd styður hana eins og Bergþóru. Enginn hefndarskuggi fylgir henni eins og Guð- rúnu Ósvífursdóttur. En deyjandi rekur hún sundur skikkjuna eins og Helga fagra. Þjóðsöngnrinn okkar. Hver þjóð hefir sinn sérstaka þjóðsöng og hver þjóðsöngur sína sögu. Það eru vanalegu kvæði, sem bera langt að öðrum að efni og formi, og vanalega orkt út af einhverjum sérstökum tímamót- um, eða merkisviðburðum í sögu þjóð- anna. Við höfum eins og aðrar þjóðir, okkar eigin þjóðsöng, en hann hefir fátt eða ekkert sameiginlegt með annara þjóða, a. m. k. þeirra sem okkur eru skyldastar"og kunnastar, Þjóðsöngurinn okkar — „Eldgamla Isa- fold“ —, er aðeins dágott kvæði eftir gott skáld, en — ekki meira, Kvæðið er orkt út í Kaupmannahöfn þar sem höfundurinn er veikur af leiðind- um, — heimþrá — og sýnist alt í kring um sig vera ljótt og litlaust. Honum þykir Island fagurt og ólíkt tilkomumeira en fjallalausa landið, þar sem hann er. Hann ann landi sínu og þjóð af alhug, og það er í sjálfu sér gott og allrar virð-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.