Skinfaxi - 01.01.1917, Blaðsíða 2
SKINFAXÍ.
á
Félögin geta ekki lifað nema sem æsku-
mannahreyfing, þar sem stöðugt bætist við
í hópinn, eftir ]jví sem hinir eldri týna
tölunni, út í lífsbaráttuna. Á sama hátt
þarf yfirstjórn félaganna að yngjast upp,
svo að æskan í landinu finni að hún eigi
eðlilegan griðastað innan vébanda félag-
anna.
Mjög líklegt er að einhver breyting verði
á útkomu blaðsins. Vegna síhækkandi
útgáfukostnaðs er sennilegt að blaðið verði
að minka enn, svo að öll tölublöðin verði
einföld eða því sem nær. Hefir nú papp-
ír og prentun hækkað meir en um helm-
ing síðan styrjöldin hófst. En þrátt fyrir
alla örðugleika er útlitið gott — einkum
lengra framundan, hinum megin við sorta
þann, sem leggur upp af vígvöllunum.
Nú erjfengin staðgóð reynsla um margt,
sem lýtur að stjórn og skipulagi félaganna.
Og öll ástæða er til að vona hins besta
um framtíð þeirra, þegar forustan verður
falin þeim, sem í einu hafa eld æskunn-
ar og reynslu undanfarinna samherja
við að styðjast.
Eldabuskan.
Illa greidd og illa þvegin
arkar hún sama stutta veginn,
hvíldarlaust, en hvíldum fegin,
hvarmadöpur og ellimóð.
Sveitarkerling, sjötugt fljóð.
Meðan aðrir sælir sofa
sækir hún taðið út í kofa
og kveikir undir grautnum glóð.
Húkir ’hún þar í hlóða svælu,
horfir sljótt í logans gælu. —
Inn í forna sjafnarsælu
seiðist hún við eldskinið.
Gamla hjartað hrekkur við,
Og nautnir fyrir fimmtíu árum
fleyta henni á minnisbárum
út á dýpstu draumamið.
Sér hún gumann sveina hæstan
sýslumanninum tignarnæstan
prestinn unga, íturglæstan
eins á vöxt sem hár og hvarm. —
Hvílir ’hún við hans breiða barm.
Svona gátu þau setið löngum,
setið inni’ — og frammi’ í göngum
kyst og fléttað arm við arm.
Situr hún lengi í sjafnardraumi
sæl í liðnum vona glaumi. —
Gæfan reyndist treg í taumi
og trygðin eins og fiðrildið.
En tál og sorgir, þegið þið!
Hrekkur ’hún ujip því húsfreyjunni,
hrjóta svarra orð af munni:
— Besta súpa’ er brunnin við.
(Iðunn.)
Fagrar listir.
Eldabuskan.
Listamannastyrknum hefir verið skift
nýlega milli margra verðugra. Reynt að
metta marga með litlu. En við þetta borð
var ekki settur Jakob Thorarensen, ungur
trésmiður í Reykjavík, sem gert hefir það
kvæði, sem mér hefir þótt mest til koma
at þeim ljóðum, sem eg veit til að hafa
verið orkt á íslensku síðustu missirin.
Ekkert er nýtt undir sólunni, sist hið
eilífa yrkisefni skáldanna, vorhugsunin i
rnannssálinni, taflið um ljósið og lífið, um
sigur eða ósigur djúptækustu vonanna.
Alt af er þessi sama saga sögð, alt af er
hún ung og ný, alt af snertir hún instu
strengi sálarinnar þegar mikill listamaður
fer um hana höndum og bætir við hana
broti af sinni eigin reynslu, Myndhöggv*