Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.01.1917, Qupperneq 5

Skinfaxi - 01.01.1917, Qupperneq 5
SKINFAXI 5 Og því fékstu í dvöl til þín dálítinn hóp af drengjum, sem menn áttu að verða, er drottinn vor þrieinn of þreklitla skóp en þú skyldir stæla og herða og gjöra úr þeim karlmenni tápgóð og traust, er taki þó fallinu kinnroðalaust. Sem reynist það auSvelt, er oss var um megn, og óskaddir megi þeir kafa þá hörðustu ísbylji og eldraunir gegn, sem ofkælt og skaðbrent oss hafa, og lyfta sér uppá og yfir þann múr sem ókleifur lá um vort fangelsis búr, Eg man hvað þú heillaðir, himininn blár, og hróðursorð fjarlægra stöðva, þá bældum við æskunnar þreklitlu þrár og þrælkuðum taugar og vöðva. Svo brutum vér leikföng vor, örvar og álm og orktum í kyrþey vorn greftrunarsálm. Og frágangur okkar þó verri ei var en varla til jafnaðar betri, en Guðmund þá engan að garðinum bar, þótt gæfist oss tómstund að vetri, sem lagfærði ómynd vors íþróttafálms og umbætti steypu hins nýbrædda máls. En til vor kom læknir og letragrér svo, ef við Iíkam og sál þurfti að gera, og þó að eg eindregið elski þá tvo er án þeirra betra að vera: þótt mæt sé öll bjálp þegar meinkvillar Þjá, er mætara að koma í veg fyrir þá. Við eigum ei héðan af viðreisnar von og vitum það fullgjörla sjálfir, en eigi sér feðurnir fræknari son þá falla þeir einungis hálfir, og þeim eru umframspor arfanna kær sem áleiðis þokast, og markinu nær, Og þá væri Sunnlending síðla of hælt og sú væri koman með höppum, ef hann gæti norðlensku strákana stælt svo stæðu þeir fastara’ á löppum og bakfiskameiri, með beinlegra snið, og bringspalahvelfdari og stærri en við, En umbæla, herra! þín handaverk svo eg held það sje ofraun á viku því þig tók það sannlega timana tvo að teygja úr þeim hálfa’ aðra stiku. Á Guðmundar kyngi og krafti hef eg trú en krafan er öldungis gengdalaus sú. En hitt er, að gæti’ ’ann þá hornsteina lagt, sem heppnist þeim ’oná að byggja með elju og þolgæði, sýnt þeim og sagt hvað sérlegast verður að tryggja svo grandi ei stormar né steypiflóð nein en standi alt grópað í jarðfasta hlein. I von um þú hafir það getað og gert og glætt hjá þeim margan þann neista, sem vel geli yljað þeim illiviðri hvert þá annara skjólhýsi freista. Er best að eg hætti nú borðsálmi þeim og biðji svo gæfuna að fylgja þér heim. Og helst svo og langhelst er líður fram stund, að leiða þig til okkar aftur á nóttleysudægrum, er gagntekur grund hinn gróandi uorðlenski kraftur; þá drýpur hér hunang um dalina enn — og drengirnir þrjátíu og sjö orðnir menn. Indriði d Fjalli.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.