Skinfaxi - 01.01.1917, Blaðsíða 4
4
SKINFAXI.
ingar vert. Og hann loíar landið sitt, en
— lastar jafnframt annad.
JafngóSu og fremur fallegu landi eins og
Danmörk er, líkir hann við neflausa og blinda
ásjónu. Og það er einmitt þetta last á
góðu landi, sem eg tel megingalla kvæð-
isins, og hann svo stóran að nægur sé til
að gera það algjörlega ótækt sem þjóð-
söng vorn; lof einskis vex við það, að
lasta annan.
Annars veit ég ekki hvað það sérstak-
lega er, sem aflað hefir þessu kvæði þess
orðs og álits, sem það hefir haft fram yfir
sum önnur kvæði frá sama tíma og jafn-
vel eftir sama höfund.
Við eigum mörg — tiltölulega mjög
mörg — ættjarðarkvæði, mörg sem standa
þessu í engu að baki, og mörg sem eru
mikið betri.
Og við eigum að velja það besta og
gera að þjóðsöng okkar: og þar hygg ég
að þurfi ekki lengi að leita.
Það eru aðallega tvö kvæði, sem ágrein-
ingur getur orðið um, hvort velja skuli,
og þau eru bæði eftir sama höfund, bæði
eflir Stephán G. Stephánson, þessi: „Þótt
þú langförull legðir, sérhvert land undir
fót“ o. s. frv. sem hver maður kannast við,
ogallir ættu að kunna, og þetta stutta en
snjalla kvæði:
Vort helga Iand, vort heimaland,
vort hjartans land, vort feðra land,
vort vænsta land, vort vona-land
og vorra niðja land.
Með einum hug við hötum þann,
sem halar þig og smánum hann.
Með einum hug við elskum þann,
sem elskar þig og dáum hann.
— — Þá fyrst tækjum við svo á móti
vestur-islenska skáldakonungnum á vori
komanda, að okkur og honum væri full-
sæmd að, ef við hyltum annað þetta kvæði
hans sem þjóðsöng vorn.
Eða kanske.hann eigi það eftir, við komu
gjna hingað heim, að yrkja eitt enn, sein
beri af þessum kvæðum eins og þau bera
af öðrum?
Það væri ekki ómögulegt.
Guðm. Þorláksson
Korpúlfsstöðum.
Til Guðmnndar Kr. Guðmundssonar
íþróttamanns.
31. mars 1915.
Sú verður ei fjölréttuð máltíð hjá mér,
og margvíslegt er það sem veldur.
Neinn lofgerðarvelling á borðið eg ber,
né bríxlyrða selbita heldur.
Þann óvinafagnað eg einungis býð
guðs andlega voluðum trantaralýð.
En skerfinn minn falslausa fús er eg til
í fagnaðarsambú það leggja
sem hérna var stofnað um stundar
korns-bil
und stefnuhlyn dalanna tveggja.
Mín föng reyndust ásunum lokuð og læst,
en lagt skal það fram sem er hendinni
næst.
Og biðja þá gestinn að gera svo vel,
ef girnilegt nokkuð hér þætti
á meðan eg borðsálminn, Guðmundur, gel
að gömlum og þjóðlegum hætti.
— Eg kenni þig sunnlenski garpur ei
grand,
en gott var þitt erindi norður í land.
Því þú komst hér boðinn og búinn til vor
að benda oss á, sv.o vér finnum
þau feðranna eldgömlu íþróttuspor,
sem oss voru gengin úr minnum,
og bæta við nytsömum nýjungum þeim,
sem nú eru að ryðja sér brautir um
heim,