Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1917, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.01.1917, Blaðsíða 6
6 SKTNFAXI Heima og erlendis. fþi’óttuskólimi. Nokkrum sinnum hefir verið vikið að því, að koma þyrfti upp einummyndarlegum íþróttaskóla fyrir landið alt, og bent á, að einhver hin besta fyrirmynd væri íþrótta- skóli Frakka i Reims. Að vísu er málið ekki tímabært enn, nema sem hugsjóna- mál. En gott er fylgismönnum þess að vita, að víðar er skotið stoðum undir þessa hugmynd. I ársriti Fræðafélagsins var, síðastliðið haust, allmikil grein um mál- ið, og íþróttaskólinn þar settur í samband við þegnskylduvinnuna. Sennilega er ekki mikið unnið við þá sameiningu, en áhug- inn fyrir málinu var þakkarverður. Kýlt listamanuahús. í sumar sem leið var byrjað að byggja hús, yfir listaverk Einars Jónssonar mynd- höggvara, á Skólavörðuhæðinni í Reykja- vík. Einar hefir ráðið gerð og lögun húss- ins að öilu leyti, og verður það einkar fagurt. Verður þar bæði geymslustaður fyrir listaverk hans, þægileg vinnustofa og íbúð. Húsið er reist fyrir framlög úr landssjóði og stuðning nokkurra einstakra manná. Fer vel á því að öllu leyti. En nú ber að minnast þess, að við eigum íleiri listamenn en Einar, þó að hann sje þeirra frægastur. Allir eru þeir fátækir og hljóta að verða fátækir alla æfi. En með verkum sínum gera þeir þjóðina ríka og fræga. Þessvegna á þjóðfélagið að gera vel til listamannanna. En svo fjarri fer því, að það sé gert, að þá vantar jafnvel viðunaniegar vinnustofur. Á sífeldum hrakn- ingi skemmast listaverk, sem ekki eru full- búin, eða þung í meðförum. Og óhent- ugt húsnæði getur hindrað listamennina frá að vinna, tímunum saman. llr þessu er auðvelt að bæta. Áður en langt um líður ætti landið að byggja hentuga vinnu- stofu fyrir nokkra málara og myndhöggv- ara í nánd við hús Einars Jónssonar. Síðar meir ætti að reisa þar á hæðinni nokkur fögur hús, sem væru heiðursbú- staðir handa bestu skáldum og listamönn- um þjóðarinnar. Fyr á öldum var það siður að grafa á alþjóðar kostnað frægustu menn þjóðanna. Að vísu er það góður siður. En þó er hinn betri, að gera snild- armönnunum unt að neyta vel krafta sinna, og starfa meðan dagur er. Fyrirlcstraferðir Jónas Þorbergsson hefir svo sem kunnugt er, verið á ferð um Eyjafjörð og víðar um Norðurland á fyrirlestraferð fyrir U. M. F. í. Eftir bréfum og blöðum að dæma hefir hvervetna þótt mikið til fyrirlestra hans koma. A Akureyri var húsfyllir, og þóttust þeir góðir sem inn komust, en hinir undu miður við, sem frá urðu að hverfa. Hefir sá fyrirlestur verið gefinn út og er nú að koma á markaðinn. Hann er um „þjóðkirkju og fríkirkju11. Hallast J. Þ. algerlega að þjóðkirkjunni eftir þeirri reynslu sem hann hefir fengið meðal „Landa“ í Ameriku. Einmitt þessi fyrir- lestraferð sýnir hvers þjóðin þarfnast, og hvað hún vill. Hún vill fá gáfaða og á- hugasama menn til að ferðast um landið og ýta við þeim, sem heima sitja í fá- menninu, önnum kafnir við daglegu störf- in. Einn þátturinri í þvi að stöðva fólks- strauminn úr sveitunum er það, að góðir ræðumenn fari fyrirlestraferðir um landið. Stcpháusheimboðið Fjársöfnunin gengur allvel, en búast má við að óvissar siglingar tefji eða hindri heimkomu skáldsins nú í vor. Ur Borg- arfirði skrifar merkur ungmennafélagi Skinfaxa og stingur upp á að héraðssam- koma þeirra Borgfirðinga og Mýramanna yrði ákveðin á þeim tima, þegar Stejihán væri viðlátinn og gæti gist þá. Þess mundu niargir óska bæði þar og annarsstaðar, að

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.