Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1917, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.04.1917, Blaðsíða 3
SKINFAXI 27 ber við loft. Langt í norðvestur sésl ein- stakur, Ijósblár, strýtumyndaður tindur, sem lieitir Eilífur, )>ar suðvestur nf Hágöng, Jörundur, Skógamannafjöll, Búrfell og mörg fleiri fjöll. Nær er Nýjahraun, blá- svart og úfið, með rauðleitum eldgýgum hér og ]>ar. I vesturátt sést afar mikil hraunbunga, efst rneð rauðgulum blettum: þar eru Fremrinámur. Þær rifja upp margar sög- ur, um erfiðleika og kvalir hestanna, sem báru drápsklyfjar af brennisteini til Húsa- víkur. Alla ])á óra leið, um allskonar veg- Ieysur yfir fjöll og hraun. Langt er nú siðan sá ílutningur var lagður niður, og nú koma þar ekki aðrir en einstaka út- lendingar, sem ferðast um öræfin til að auka þekkingu mannanna á J'eim. T suðvestri sjást Herðubreiðarfjöll og fjalladrotningin sjálf. Herðubreið. Tilkomu- mikil og tignarleg mænir hún yfir öll ná- læg fjðll, og nú varpar kvöldroðinn föl- rauðum blæ á mjallhvíta jökulhjálminn. Óvíða er líklega hægt að sjá fjall eins reglulega lagað og Herðubreið, neðsl af- líðandi brekka, braltari eftir ]iví sem ofar dregur, síðan hátt þverhnípt hamrabulti, og efst reglulega lagaður hjálmur með hvassri strýtu, Fjnllið nýtur sín betur og verður tilkomumeira, sökum þess að það stendur alveg séi-stakt. 1 suðri teygja sig upp fyrir sjóndeildar- hringinn tveir keilumyndaðir Imjúkar, suð- ur í Kverkfjöllum, og þar norðaustur af rísa upp ótal fell og hálsar. Bak við öll þessi fjöll gnæfir Snæfell til himins, ljós- blátt af fjarlægðinni, sveipað mjóum skýja- böndum, sem gera þetta tignarlega fjall ennþá tilkomumeira. Allur sjóndeildarhringurinn í austri tak- markast af löngum fjallgörðum, sem hverfa að lokum í sólroðanum i norðrinu sem smátt og smátt dvínar. Hér er alt þögult og hljótt, engin fugls- rödd hljómar í loftinu, og skorkvikindin lifa hér ekki í sandinum. Hér fá hugsan- irnar að njóta sín, því hér er ekkert sem truflar hugann. Ef eilthvert íslenska þjóð- skáldið væri komið hingað eina einustu kvöldstund, þó ekki væri meira, þá mundi þjóðin græða meira á því eina kvöldi, heldur en heilu ári, sem skáldið dveldi í höfuðstaðnum. J. S. 5. ijórðungsþing U. M. F. Vestíjarða var háð á Isafirði dagana 3. og 4. apríl. Mættir 9 fulltrúar frá 7 félögum af 10 sem eru í fjórðungssambandinu. Þinggerðir: I. Skýrsla stjórnarinnar: Á síðastliðnu reikningsári voru fluttir 40 fyrirlestrar á fjórðungssvæðinu. Heimilisiðnaðarnámskeið sem U. M. F. ísfiröinga hélt uppi í 6 vik- ur síðastliðínn vetur var styrkt og aðstoð- að af fjórðungnum. Eitt félag — U. M. F. Önfirðinga — var ieyst upp við ára- rnótin, en í stað þess stofnuð á sama svæði 4 félög, sem öll eru komin i sam- bandið. Þau heita: U. M. F. Framar. U. M. F. Bifröst, U. M. F. Önundur og U. M. F. Breiðablik. Samkvæmt skýrslum félaganna fyrir árið 1916, höfðu þau 7 félög, sem þá voru í fjórðungnum 317 reglul. meðlimi, 28 heiðurs- og aukafélaga, 93 fundi, 64 handrituð blöð, 42 eintök af Skinfaxa, 1112 kr. 38 aura í peningum og 1203 kr. 55 aura i öðrum eignum fyr- ir utan skuldir. II. Sundkensla: Samþykt tillaga um að fjórðungssambandið styrki að einhverju leyti félög sem hafa áhuga á sundinu, til að senda menn til sundnáms, sem svo aftur kenni heima í félögunum. III. Fyrirlestrastarfsemi: Svohljóðandi tillaga samþykt. „Samkvæmt 17. grein sambandslaganna væntir fjórðungsþingið þess fastlega, að sambandsstjórnin láti vel hæfan fyrirlesara ferðast um og flytja er-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.