Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1917, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.04.1917, Blaðsíða 6
30 SKINFAXI Á fyrirlestrasvæðinu voru 8 ungm.félög innan sambandsins, en 11 fél. fyrir utan það; gekk eilt af þeim — U. M. F. Saur- bæjarsóknar — í samband U. M. F. í. Á útbreiðslufundi, sem haldinn var í fé- laginu, bættust því 27 félagsmenn; telur það nú 51. 1 ungm.fél. Hólasóknar gengu inn 15 menn á útbreiðslufundi. Voru góðar horfur á, áð það félag mundi einnig ganga í sambandið. Sýnir þetta hve nauðsynlegt það er að hafa ráð á umferðarfyrirlesara lianda fé- lögunum, og ekki sísthanda utansambands- félögunum. Vantar ekki nema herslumun- inn bjá mörgum þeirra að ganga í sam- bandið. Enda er ekkert eðlilegra en það, að öll ungm.félög landsins myndi eina heild — fylki sér undir sama merki, með sameiginlegri stjórn. Héraðssambönd bnfa sína stjórn og ábugamál út af fyrir sig innan aðalheildarinnar, á svipaðan hátt eins og bvert einstakt félag innan béraðs- sambandsins. Gæti komið til mála, hvort ekki sé heppi- legast, að sambandslögin og lög héraðs- sambanda séu greind hvor frá öðru, ]iann- ig að héraðssambönd sníði lög sín eftir því, sem þeim þykir best henta á héraðs- svæðinu, en með sameiginlegri stefnuskrá og skuldbinding og staðfest af sambands- stjórn. Ouðm. Davíðsson. Kær minning. Ungmennaskólinn að Núpi i Dýrafirði hefir nú starfað í 10 vetur. Mintust nem- endur hans frá þeim árum þess, með því meðal annars, að gefa honum vandað harmoníum. Kom það frá Svíþjóð nú fyrir jólin og mun hafa kostað yfir 400 krónur. Úti-íþr óttir. (Eftir Bennó). Knattspyrna. (I síðasta blaði, XVII. kafla um knatt- spyrnu vil eg biðja menn um að leiðrétta hjá sér prentvillu, er stendur í næstsíð- ustu línu: &aí;vörður fyrir inarkvörður, eins og málsgreinin ber með sér að á að standa). XVIII. Æfing (tamning) er aðallega tvenskonar. í fyrsta lagi að æfa skjótleik og ná váldi á knettinum, og í öðru lagi að æfa orku og þol knattspyrnumannsins, svo liann verði sterkur, vígfimur og úthaldsgóður. Sækja verður hverja æfingu til að ná þessu marki. Æfa sig eigi lengur i senn en 90 mínútur. Sofa 8 kl.stundir á sólarhring (helst á harðri dýnu) og vera korninn í rúmið fyrir kl. 11 að kveldi. Hafa alls enga áfenga drykki um hönd, neyta eigi tóbaks og drekka helst ekki kaffi né te, og siðast en ekki síst, t’ara í bað eftir bverja æfingu. Eru þetta belstu reglurn- ar sem þið verðið að setja ykkur, þegar þið æfið ykkur fyrir kappraun. — Allir verða að vita, að vinið deyfir og lamar lífsþróttinn, tóbakið skennnir Iungun og hindrar öndunarfærin og þar með úlhald- ið, kaffi og te skaða meltinguna og eru alls ekki nœrandi drykkir, eins og svo margir virðast halda. Meðal annars er það furða að bændur skuli fara dýrar kaupstaðarferðir til að kaupa kaffi, en hafa þó við hendina besta og hollasta drykkinn (mjólkina). Þyki þeim of dýrt að láta drekka mjólkina, þá er heitt mjólkurvatn afbragðsdrykkur og nauðsynlegur þeim, er borða mikið kjöt, — Ættum við sem mest að vera okkur sjálfum nógir. — Sá sem þetta ritar hefir að eins tvisvar sinnum neytt kaffi á síðustu sjö árum,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.