Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1917, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.06.1917, Blaðsíða 1
6. BLAÐ REYKJAVÍK, JÚNÍ 1917. VIII. ÁR. Heimilisiðnaður. Hann er eitt þeirra mála, sem Ung- mennafélögin og nýafstaðið sambandsþing fiafa látið til sín taka. Iðnað hefir þjóðin stundað frá byggingu landsins og hann hefir til síðustu tíma verið nær eingöngu heimilisiðnaður. Nú hefir honum hrakað stórlega vegna sam- 'keppni innlendra, og þó mest erlendra, iðnaðarstofnana og vegna þess að annar aðalatvinnuvegur laudsmanna, sjávarútveg- urinn, hefir eflst svo mjög og gefið það í aðra hönd, að útgerðarmenn hafa getað hoðið unga fólkinu í sveitunum hærra kaup, en það hafði af að stunda heimilis- iðnaðinn með hinum gömlu vinnuaðferð- um. Fólkið hefir streymt úr sveitunum til fiæjanna og kveður nú svo ramt að þessu að kalla má að liggi við landauðn. Og margt ungra karla og kvenna, sem enn á þar heirnili, dvelur þar ekki nema bjargræðistímann. Fjárhagslega hefir unga fólkinu orðið ábati að skiftunum í bráð, og útgerðarmenn græða sennilega líka. Aftur á móti er þjóðflutningur þessi vafasamur gróði frá sjónarmiði siðgæðis og heilbrigðrar menningar. Félagsskap og glaðværð varla um að ræða í sveitum þar sem ekki eru eflir nema hörn og gam- almenni, heimilin verða daufleg og landbún- •aðurinn er afræktur og riðar af. Tóvinnan íslenska verður ekki endur- urreist í sömu mynd og á ekki að verða það, en með bættum aðferðum er hún að rísa upp aftur í sumum sveitum og mun gera það svo, að vel er hugsandi að hún geti gefið sæmilega arð. Á sama hátt er og farið að lifna yfir skurðlistinni. Auk þess hafa hingað borist ýmsar tegundir heimilisiðnaðar frá nágrannaþjóðunum svo sem bastvinna, listvefnaður o. fl. sem þörf er á að fræða almenning um og sem ef- laust mun veita nokkuð í aðra hönd um leið og þær styðja að aukinni híbýlaprýði. I stuttu máli: heimilisiðnaðurinn getur stutt landbúriaðinn og verið álilleg auka- atvinna. Það er notagildi hans. En menn- ingargildi hans er í því fólgið að hann getur, ef vel er á haldið, gert kjarna æsku- lýðsins, þess hlutans sem vill vera kyr i sveitunum, fært að vera þar, svo að þar geti meiri menning, félagslíf og glaðværð átt sér stað. Hann skapar fegurri heim- ili og heillavænlegri hinni uppvaxandi kyn- slóð, og það skyldu æskumenn í sveitum athuga, að þær 10 krónur, sem þeir fá fyr- ir seldan heimilisiðnað eru meira virði, en þær, er þeir fá í kaup sitt í verstöðvun- um Verður þetta ekki rakið hér nánar en bent á, að hverju leyti ungmennaíélög- in geta veitt málinu stuðning. Þeim ber að minsta kosti skylda til að sjá um, að t. d. skurðlistin, svo þjóðleg sem hún er, falli ekki í fyrnsku og dá. Þetta hafa félögin séð og því er það, að þau vilja endurreisa heimilisiðnaðinn. Nokkur þeirra hafa haldið iðnsýningar og veitt verðlaun fyrir besta gripinn. En eitt-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.