Skinfaxi - 01.06.1917, Blaðsíða 2
42
SKINFAXI
hvert mesta framfarasporið hefir U. M. F.
Isfirðinga stígið með námskeiði því, er það
hélt s. 1, vetur. Hafa fleiri félög á Vest-
fjörðum í hyggju að efna til samskonar
námsskeiðs og má vænta góðs af því.
En félögin og allan almenning vantar
tilfinnanlega þekkingu bæði verklega og
bóklega um hinar ýmsu greinir heimilis-
iðnaðarins. Mörgum birkiteininginum, sem
nú er brent, mundi aukin fræðsla kenna
mönnum að hagnýta á réttari og arðsam-
ari hátt. Er þetta aðeins nefnt hér til
dæmis.
Heimilisiðnaðarfélögin, sem stofnuð eru
og styrkt í þeim tilgangi að vinna þessari
atvinnugrein gagn, myndu varla fyrst í stað
ná betur tilgangi sínum á annan hátt, en
með því að senda efnilega áhugamenn
utan, til að efla sér þekkingar á iðnaðin-
um. Þeir ættu svo að kenna þegar heim
kæmi og veita kunnáttunni yfir landið.
Ungmennafélögin gætu staðið fyrir nám-
skeiðum, þar sem þeir kendu, þau ættu
að halda svo sem eina sýningu á ári og
láta fjelagsmenn keppa þar um verðlaun,
og þau ættu að greiða fyrir sölu á hinum
unnu hlutum.
Mætti þá svo fara, að félögin gætu, þeg-
ar næsta Iandssýning á iðnaði verður hald-
in, átt þar reglalega deild og skyldi eng-
inn örvænta, að það geti orðið.
J. K.
Bersögli.
Talað á afmæli D. M. F. „Hauknr“ 19. febr. 1917
af ÞÓRDNNI RICHARDS.
Kæru tilheyrendur!
Eg hefði fegin viljað taka hér til máls
og segja eitthvað gott, en það er fyrir
mér eins og svínahirðirinn sál. sagði:
„Þið eruð búnir að taka alt það besta
svo það er ekkert eftir handa mér“.
Þó má geta þess, að eg óska afmælis-
barninu hjartanlega til hamingjvi, óska
því velgengni, vaxtar og vinscélda góðia
manna; en hér er kýli sem þarf að stinga
á, svo það er best að eg geri það þá um
leið; og kýlið er þetta:
U. M. félögin, yfirleitt, eru ekki eins
vinsœl alment og æskilegt væri.
En, af hverju er það? Er það af
þröngsýni eldra fólksins, eða af ónærgætni
og léttúð yngra fólksins? Máské sín
ögnin af hvorul Látum okkur nú sjá.
„Hvað gera þessi ungmennafélög?
Hvern skrattann gera þau, annað en
ljónast og leika sér, en demba verkum
sínum á eldra fólkið sem heima situr og
hafði áður ærið nóg að annast“. Þessa
setningu hefi eg heyrt svo oft, að eg kann
hana utanbókar, og því miður er beiskjan
sem í henni felst ekki með öllu ástæðu-
laus.
Roskinn ekkjumaður sem á sonu og
dætur í U. M. félagi, hefir sagt við migr
að þau mættu gjarna fara og skemta
sér, ef þau aðeins stunduðu störfin sín og
gleymdu sér ekki um hóf fram. „En þeg-
ar komið er fram á nætur, og eg er einn
að basla við að kreista úr kúnum,“ sagði
hann „þá er mér of mikið boðið“ og það
er eðlilegt. — Eg er hlynt U. M. félög-
um mér þykir blátt áfram vœnt um þau
eins og allan æskulýð. En mér þykir
ekki svo vænt um neinn að eg sjái ekki
á honum gallana, og máske því fremur,
sem eg vildi að þeir væru sem fæstir, og
þetta og þvílíkt get eg ekki fóðrað þegar
eg held uppi svörum fyrir U. M. F. Það
þarf að ráða bót á þvi.
En hvernig? Ja, það er gátan.
Eg ætla að minnast hérna dálítið á
annað félag-, eg er, því miður, ekki vel
kunnug nema helstu dráttunum er að því
lúta, en það er nógu gaman að tala um
það; það er hið svo nefnda „Skátafé-
lagu. —
Robert Baden-Povvell er maður nefndur.