Skinfaxi - 01.06.1917, Blaðsíða 4
44
SKINFAX1
ni, nema eg veit að þeir ferðast talsvert
á sumrin, fara það gangandi, liggja í tjöld-
um og sjá sér víst að mestu farborða.
Nú er það eitt atriði í skátalögunum
sem eg öfunda þá af, fyrir hönd U. M. F.
en það er áherslan sem þeir leggja á lög-
hlýðnina. Löghlýðni hefir altaf verið
eitur í beinum okkar Islendinga og þess-
vegna gengur svo illa að mynda hér fé-
lög, eða föst samtök, menn vilja ekki lúta
lögunum, eða skuldbindingunni sem hlýt-
ur að vera því samfara. Sjálfræðishneigð-
in er of sterk. Menn kalla það frelsi,
en þad heitir pað ekki, þvert á móti,
því það getur einmitt valdið hinni þyngstu
ánauð. „Sú þjóð sem missir stjórn á
sjálfri sér er glötuð“, sagði Roosevelt
forseti einhverntíma, en sú setning gildir
ekki síður um hvern einstakling.
En svo eg snúi mér nú aftur að U. M.
F. þá finst mér það einkum vera skortur
á stjórnsemi og stundvísi sem mestri veld-
ur óánægju. — Ef fyr væri byrjað, fundir
og annað, þá mætti hætta fyr, og færi
minni tími í að bíða eftir þeim sem ekki
„voru viðbúnir". Það þyrfti að fylgja
formannsstöðunni vald, til að láta hlýða
sér skilyrðalaust, eins og skátar gera
svo fremi að því valdi sé ekki misbeitt.
Ungmenningar mega ekki skella skolleyr-
um við óánægju eldra fólksins, ef hún er
á sanngirni bygð. — Almannarómur er
voldugt vald, sem stórmikið er betra að
liafa með sér en á móti. — En — eldra
fólkið má heldur ekki gleyma því, að það
var einu sinni ungt, og að ungmenningar
eru börn þess, og frændur og framtíðar-
vonir. Og þessi margtugða spurning um
aðgerðir U. M. félaga er einkar ósann-
gjörn. Hvað gera þeir á sunnudögum
unglingarnir sem ekki eru í U. M. F.?
Eg veit ekki til að á öllu íslandi sé nokk-
ur þúfa, kofi, runnur eða reitur, til minja
um verklegar framkvæmdir neinna þeirra
unglinga sem hér hafa vaxið upp frá alda
öðli, alt þangað til U. M. F. voru stofnuð,
en síðan sést það víða, og hvarvetna sem
gleðilegur vottur fratnfara viðleitni. Sama
er að segja um ungmennin sjálf; merkui-
ungmenningur hefir sagt við mig í bréfi:
Eg er ekki mikið að manni, en minni
væri eg hefði eg aldrei verið U. M. félagi.
Og undir það hygg eg að margir taki. —
Því leyfiegméraðsegjaafsannfæringu: Ung-
mennafélögin taki fratnförum og lifi! —
Ágrip
af þiuggerð sambauds U. M. F.
í Vestur-Skaftafellssýslu.
Á þinginu mættu 10 fulltrúar frá 8 fé-
Iögum. Birtist hér í ágripi hið helsta, er
þar gerðist.
I. Samin og samþykt fjárhagsáætlum
fyrir þetta ár, þannig:
Tekjur:
Greitt og ógreitt frá fél. í sam-
bandinu....................kr. 50,00
Frá Sunnlendingafjórðungi . — 58,00
Áætlaður skattur af félögum . — 57,00
Alls kr. 165,00
Gjöld:
Til íþróttamóts..................— 25,00
— Fulltrúa á sambandsþing . — 60,00
— manns er ferðast milli félag-
anna.........................— 30,00
Stjórnarkostnaður .... — 15,00
Óviss útgjöld ...... — 35,00
Alls kr. 165,00
II. Samþykt að leggja 20 aura skatt á
hvern félaga er gangi til „Héraðssam-
bandsins"
III. Þessar tillögur voiu samþyktar um
íþróttamál:
1. Að haldið verði íþróttamót í Héraðs-