Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1917, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.06.1917, Blaðsíða 3
SKINFAXI 43 Hann er enskur hershöfðingi, reifur og röskin', djarfur og duglegur Hann tók patt í Búastríðinu i Suður-Afríku, og gat sér þar hinn besta orðstír. En þegar hann kom aftur til Englands, þá leist konum ekki á blikuna. Fólkið þusti unnvöpum úr sveitunum í borgirnar; við það kom rotnun í landbúnaðinn, og alt varð öfugt. Alveg sama sýkin og eyddi rómverska keisaradæmið á dögum Ciceros; tálandi ,þjóð, fyrir starfandi þjóð. Alstaðar rak hann sig á þröngsýni, lítilmensku, sér- .plægni og sjálfrœði fram úr hófi. Hann vissi líka að nokkru áður hafði orðið að minka bæði hæðar og brjóstmálið, sem áð- ur var krafisl, á þeim sem gengu í herinn; mennirnir voru að minka; þjóðinni var að hnigna; eitthvað þurfti að gera til að ireisa rönd við þe3su. — Baden-Powell á ði höndum saman við Vesturheimsmann: Ernest Seaton sem hafði fundið svipaða ágalla heima hjá sér, og reynt að ráða foót á þeim. Hann fræddi Baden-Powell um aðferðir sínar, og niðurstaða þeirra varð sú, að helst væri reynandi að taka, «f svo mætli segja, niður fyrir skemd- irnar, láta fullorðna fólkið eiga sig úr því sem komið var, en breyta til með uppeldis-aðferð æskulýðsins. Baden-Powell hófst þegar handa. Hann sagði lausri stöðu sinni í hernum, til að geta gefið 43Íg allan við þessari nýju hugmynd. Hann ■undirbjó sig af kappi, og haustið 1907 var hann tilbúinn. Hann safnaði að sér drengjum úr borgunum, skifti þeim í smá- deildir, og kendi þeim ýms merki og bend- ingar, sem þeir áttu að skilja. og hlýða. Hann fór með þá út í sveitir, lét þá haf- ast við í tjöldum og kendi þeim að sjá aér sjálfir farborða. Hann nefndi þá „Boy scouts“ þ. e. „Njósnardrengi11 eftir hinum djörfu njósnurum er hann hafði kynst í •ófriðnum og jiaðan hefir myndast þetta nýyrði: SkáV; en Baden-Powell leggur alt aðra merkingu á það otð; þeir áttu sífelt að vera á varðbergi, og njósna um það hvar og hvað þeir gætu látið gott af sér leiða. Hver drengur sem gengur i félagið, skuldbindur sig, með eiði til að gera þetta þrent: 1. Þjóna guði og ættjörðinni. 2. Hjálpa eftir megni þeim sem með þOrfa. 3. Hlýða skátalögunum. En i skátalögunum er meðal annars þetta: Aldrei rjúfa orð sin. Skyldugur að vera til gagns og hjálp- ar öðrum. — Vertu vinur allra, í hverri stétt og stöðu sem er. Vera sparsamur en aldrei nískur. Góður við skepnur, Hlýða viðstöðulaust skipunum yfirboð- ara sinna. — Og að síðustu eru einkun- arorð skátans þessi: Vertu viðbúinn! Hann á altaf að vera viðbúinn, andlega og líkamlega, að gera skyldu sína. — Það sem skátadrengir einkum lœra er þetta: Alt sem lýtur að því að haf- ast við á mörkum úti; læðast að veiðidýr- um og rekja för þeirra. Þekkja nöfn og einkenni fugla og dýra. Þekkja tré og jurtir, rata eftir sólinni á daginn og stjörn- um á nóttunni. Leggja vel á hest. Hnýta hnút. Gera skyndikofa, skyndibrýr. Alt sem að björgun lýtur: Frá eldsvoða, drukn- un, fælnum hestum. Stöðva blóðrás. Gefa merki með flöggum. Hitta í mark. Elda. Gera brauð. Allskonar leikir úti og inni, og ótal margt fleira. Og því má ekki gleyma, að hvort sem drengirnir eru að vinnu eða leika sér, þá skemta þeir sér heilsusamlega og hjartanlega, og strax þykjast menn finna hvað skáta-drengir eru röskari, þolnari, kátari og umfram alt ábyggilegri en aðrir drengir. Ef einhver þarf að fá dreng í vinnu, þá þykja það meðmæli, ef hann er skáti. Dálitil skátadeild er i Reykjavík, i sam- bandi við K. F. U. M. — Umsjónarmaður hennar er Axel Tulinius, lögmaður, vildis- maður hinn mesti, og prúðmenni. Annars veit eg ekki hvað sú deild hefir fyrir staf-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.