Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.07.1917, Qupperneq 3

Skinfaxi - 01.07.1917, Qupperneq 3
SKINFAXl 51 ui', en oi-^iö að leigja húsrúm á öðrum stað i’ kaupstaðnum til fundahalds. Er íiúsleysið tilfinnanlegur Þrándur í Götu fél. eins og — því miður — mun vera allvíða meðal ungmennafél. út um landið; — en húsabyggingar nú tilíinnanlega dýr- ar. Næstliðinn vetur hafði félagið kvöld- skóla undir forustu form. þess (Svöfu). Var þar kend: íslenzka, stærðfræði, enska og danska. Jafnframt hefir fél. mjög mik- ið beitt sér fyrir að breiða út söng- þekkingu á meðal félagsmanna og kaup- staðabúa; hefir form. þess haft þar for- göngu. Frá Bíldudal hélt eg út í Dali til „Skjald- ar“. Form. þess er Ingvaldur Benedikts- son (hreppstjóra í Selárdal). Var hann ekki heima er eg kom ; — staddur suður í Rvík við söngfræðisnám. I Dölunum hélt eg 4 fyrirlestra, 2 í Bakkadal og 2 í Selárdai. „Skjöldur“ er aðeins 2. ára, starfar í 2 deildum; félagatala um 40. Hefir fél. endurreist ekknasjóð (sjódrukknaðra manna þar í hreppnum) sem hafði vej-ið fallinn í óhirðu. — Einnig beitti fél. sér ötullega fyrir fjársöfnun til ekkna þeirra manna er druknuðu við Isafjarðardjúp 1915. Hús- næði hefir félagið ekki annað en það, sem bændur láta því góðfúslega í té — án endurgjalds. — Sögðu félagsmenn mér að eldra fólkið og hinir ráðandi menn þar í hreppnum væri fremur hlyntir félaginu; en kvartað var um frástreymi unga fólks- ins úr sveitinni, að vetrinum; mun það víða brenna við, — lakast að búast má við að sveitirnar tapi þannig starfskröftum að meira eða minua leyti. Síst er þó að lasta það, að fólkið sæki sér menningu til fjarlægra héraða; — aðeins að það komi svo heim aftur og láti Ijós sitt lýsa upp heimahagana; — „byrji í sínum heimahögum að hjálpa röðli að fjölga sólskinsdögum". Að Rafnseyri i Arnarfirði llutti eg 1 fyr- irlestur. Dvaldi eg þar yfir jólin hjá sr. Böðvari Bjarnasyni (áheyrendur þar aðal- lega heimilisfólkið). Eftir nýárið heimsótti eg félögin á norð- ursvæði fjórðungsins. Fyrst heimsótti eg fél. „Vorblóm" á Ingjaldssandi. Það er elsta ungmennafél. í fjórðungnum. Nú- verandi form. þess er: Guðmundur Guð- mundsson búfræðingur og bóndi að Sæbóli á Ingjaldssandi. — Er „Vorblóm“ mjög efnilegt félug. Hefir það árlega unnið að vegabótum á félagssvæðinu (Ingjaldssandi) Þá hefir það og beilt sér fyrir söfnun til kirkjubyggingar að Sæbóli á Ingjaldssandi, -- kirkjan þar orðin gömul og hrörleg.— Tóbaksbindindjsflokk hefir félagið innan sinna vébanda. — Aðallega hefir félagið húsnæði hjá formanni þess. I „Vorblómi“ hélt eg einn fyrirfestur. í ungmennafél. Önuudarfjarðar hélt eg alls 7 fyrirlestra á 5 stöðum: Þorfinnsstöðum, í Valþjófsdal, Þórastöðum, Etstabóli og Kaldá. „U. M. F. Önundarfjarðar" hefir aðal- lega beítt sér fyrir trjárækt — mest af öllum fél. í fjórð. — bæði í sameiginleg- um trjáreitum (3) og heima við bæina: þessar trjáræktunarlilraunir fél. hafa reynd- ar mishepnast að nokkru leiti, (sumt af plöntunum dáið). En þrátt fyrir það hefir tilraunastarfið orðið til þess að auka þekkingu hlutaðeig. á trjáræktinni, og glæða fegurðartilfinning- una. Vafalaust væri rétt fyrir fél. að taka þessa afgirtu reiti til garðyrkju jafnhliða trjáræktinni. Trjám hægt að fjölga smám saman ef æskilegt þætti. — Þá hefir fél. styrkt hágstadda menn þar í hóraðinu, hæði með fjárframlögum og vinnu. — Eins og að framan er sagt, skiftist fél. næstl. vetur í 4 sérstæð félög, — starfaði áður í 4 deildum. — Aðalástæðan lil skift- ingarinnar mun hafa verið: óhæg aðstaða til sameiginlegra fundahalda. Nokkuð hafa þó fél. sameiginlegt áfram, svo sem : jóla- póst er gamla fél. hefði, (menn kostaðir af fél. lil að bera brjef og böggla á með- al félagsmanna og annara i héraðinu á

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.