Skinfaxi - 01.07.1917, Qupperneq 6
54
SKINFAXI
sex hundruð manna. Lítur út fyrir að sú
venja komist á, að Þingeyingar haldi sin
héraðsmót til skiftis á Breiðumýri og við
Ljósavatn. Eru bóðir staðirnir góðir, og
])ó einkum hinn siðari, því að þar eru
vellir viðir, og vatnið við hendina til sund-
rauna. En þeir staðir eru heppilegastir fyrir
slíkar samkomur, þar sem best skilyrði
eru til að sýna margskonar íþróttir.
Enginn vafi er á því, að ef striðið
hefði eigi verið, myndi ungmennaféJags-
hreyfingin vera orðin miklu öflugri en hún
er. Sést það á því að þrátt fyrir öll vand-
kvæði, kyrstöðu og deyfð, er af stríðinu
leiðir, hafa félögin samt drjúgum fært út
kvíarnar, eins og áður hefir verið á drep-
ið hér í blaðinu. En ólíkt meiri myndi
þó sú framför hafa verið, ef siglingarnar
hefðu verið greiðar, auðvelt að afla sér
tækja til íþróttaiðkana, kostnaðarlítið að
halda námsskeið og senda fyrirlestramenn
um landið. En meðan þessu fer fram,
reynir á jiolgæði þeirra manna, sem sér-
staklega hafa haldið uppi hinum einstöku
félögum. Takist þeim að halda öllu í
horfinu meðan striðið stendur, þarf varla
að kvíða framtíðinni. Hin upprennandi
kynslóð tekur þá að sér forustu og fram-
kvæmdir.
Frá Austur-Skaftfelling'um.
Merkur ungmennafélagi þaðan úr sýsl-
unni skrifar: Við höfum töluvert rætt um
hvernig best yrði að haga íþróttakenslu
hér í vetur. Það er sameiginleg ósk allra
að fá hingað íþróttakennara, en ekki hafa
menn lil fullnaðar komið sér saman um
fyrirkomulagið. Þó býst eg við því að
fremur verði horfið að því ráði, að hafa
svo sem viku námsskeið í hverju félagi
heldur en að hafa eitt allsherjar iþrótta-
námsskeið fyrir alla sýsluna. Bæði er sýsl-
an löng og nokkuð torsótt ytirferðar. En
sérstaklega er erfill að fá nokkurstaðar
fæði handa allmörgum mönnum svo vik-
um skifti. Meiri von um að tækist að
vekja almennan áhuga með ]>vi að hafa
námskeiðin mörg þó að timinn verði stutt-
ur. En að vekja áhugann er aðalatriði
frá mínu sjónarmiði.
Úti-íþróttir.
(Ei'lir Bennó).
Knattspyrna.
XIX.
Þeir menu sem sianda fyrir knattspyrnumót-
um eru vinsamlega beðnir að atliuga og leiðrétta
hjá sér prentvillu er stendur á bls. 4 í Knatt-
spyrnulögum í. S. í. 10. línu að neðan: „Á. milli
þeirra (marksúlna) skulu vera 7,5 slikur (innan-
vurt)'1 en á að vera „7,3 stikur (innanvert)." Einnig
vil eg biðja ykkur um að marksúlurnar séu fer-
strendar og marknetin séu minst yg stiku frá
marksúlunum í beinni línu.
XX.
Niðurl
Englendingar leika knattspyrnu mjúkt
og liðlega en þó knálega svo að unun er á
að horfa. Sagt er að Danir, sem bestir
eru í knattspyrnu á „meginlandinu“, leiki
meira af styrkleika og afli en leikni. Eftir
þessu að dæma væri sú knattspyrnusveit
best komin sem hefði báða þessa kosti.
Á 1.2 ára aldri er best að æfa knatt-
spyrnu, og læra þá þegar, eftir því sem
hægt er, allar listareglur leiksins.
Það sem mest ber á hjá okkur er aga-
leysið. — Það er oft svo dauðans erfilt fyrir
dómaraun að fá leikm. til þess að hlýða
og fara eftir ])ví sem hann Ieiðbeinir þeim.
Eitt af be/.tu ráðunum til viðreisnar
knatlspyrnu væri að fá hingað úllendan
knattspyrnuflokk, til að keppa við, það
yrði betra en að fá hingað útlendan knalt-
spyrnukennara (eins og sumum hefir dott-
ið í hug). — Svíum heflr gefist best að
fá útlenda knattspyrnullokka til að keppa
við - og svo mun vera um okkur.