Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1917, Page 1

Skinfaxi - 01.08.1917, Page 1
íþróttaskóli. Takmark ungmennafélagshreyfingarinn- ar er ekki bundið við samheldni einnar kynslóðar. Það er fjarlægara og erfiðara. Það er að móta æskulýð og uppeldi þjóð- arinnar, ekki einungis þeirra, sem nú eru að vaxa upp, heldur um langa framtíð. En engin hreyfing nær svo miklu lang- lífi nema hún sé sterk og heilbrigð. Sam- tök skammsýnna og eigingjarnra manna eiga sér skammau aldur. Þau bera dauð- ann í sér. Framtíðin er þeim Iokuð. Sú von að ungmennafélagsskapurinn verði langlífur i landinu og þjóðinni til heilla, byggist á því, að takmark hans sé nógu hátt og nógu heilbrigt. Samtökin verða að vera með þeim hætti, að þau fullnægi kröfum dugmikilla æskumanna kynslóð eftir kynslóð. Að þessu sinni skal ekki reynt að ræða um það efni í heild sinni. Aðeins um eitt atriði. Iþróltirnar og æskumennina. Ef framsýnir og skarpskygnir menn væru að leggja ungmennafélögunum heil- ræði um það, hvernig þau ættu að starfa til að verða vinsæl að maklegleikum, þá myndu þeir vafalaust segja: Stundið í- þróttir og gerid það með miklum áhuga og mikilli festu. Og ástæðan væri auðsæ. Reynslan er búin að margendurlaka þá sögu öld eftir öld og kynslóð eftir kynslóð. Heilbrigð æska þráir íþróttir. Meðan vöxturinn er örastur og fjörið mest, fær æskan eigi nóg viðfangsefni i einhæfri vinnu. Ef ungling- um, körlum og konum, er á þeim árum greið gata að íþróttaiðkunum, þá verður sú gata að þjóðvegi. Þann veg vilja allir fara. Rödd þróunarinnar stefnir öllum beina leið inn á þá braut. Nú vill svo vel til að ungmennafélögin hafa frá upphafi tekið íþróttirnar á starfs- skrá sína. Töluvert hefir verið gert. I skjóli félaganna hafa margir menn og konur numið allmargar íþróttir, sem án þeirra myndu hafa verið mun minna iðk- aðar. Þetta er gott. En það er ekki nóg fyrir hreyfingu sem hugsar sér hátt og ætlar að verða langlíf í landinu. Hún verður á hverju sviði, þar sem hún kepp- ir, að starfa uns hún hefir markað spor, sem verulega munar um. Og það höfum við ekki gert enn í íþróttamálunum. En við getum komist mun lengra, ef takmark- ið er sett nógu hátt og vel unnið. Ungmennafélögin geta ekki markað spor i íþróttunum hér á landi með því að hver sé sinn eigin meistari. Jafnvel ekki með stutium námskeiðum, þó að þau séu bót í máli og lengra verði ekki komist á næstu misserum eins og hag félaganna er nú háttað. Erlendis hefir íþróttamálunum fleygt svo mjög áfram, að engin von er fyrir nokkurn byrjanda (eins og við erum Is- lendingar) að geta fylgst með, nema með afarmikilli áreynslu. Dugir þar ekki að feta sig áfram sömu krókavegina og aðrir hafa orðið að þræða á mörgum manns-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.