Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1917, Page 2

Skinfaxi - 01.08.1917, Page 2
58 SKINFAXI öldrum. Þvert á móti verður að freista að byrja nú þar sem þeir fremstu standa — og hagnýta sér þeirra reynslu. Og ef við ætlum að gera það, þá er eklcert undanfæri. Við verðum að stofna íþróttaskóla með fullkomnum útbúnaði og ágætum kenslukröftum. Sú stofnun yrði höfuðstöð alls íþróttalífs í landinu. Þetta verk verður gert fyr en varir. En engum stendur það nær en ungmennafé- lögunum. Með því reistu þau sér hið tryggasta útvirki. Með því hefðu þau stigið stórt spor eftir framfarabrautinni. Þessu máli mætti best hrinda áleiðis með þeim hætti, að áhugasamir íþróttavin- ir um land alt mynduðu hlutafélag er reisti skólann og ætti hann. Stofnkostn- aðurinn þyrfti ekki að vera sérlega mikill að því er húsrúm snerti. Varla ástæða til að gera ráð fyrir meir en 10—15 nemendum og heimavist handa þeim. Til- tölulega meira myndi þurfa til íþróttatækja og áhalda og mætti þar ekki til spara. Námstíminn mætti ekki vera styttri en 10 mánuðir samfeldir. Ólíklegt að ekki fengj- ust nógu margir menn til að fylla svo lítinn skóla. En tækist þetta er ekki erfitt að gera sér í hugarlund hver breyting yrði á iþróttalífinu hér á landi. Á hverju ári kæmu frá skólanum nokkrir menn, sem kynnu rétt margar iþróttir. Þeir dreifð- ust um land alt. Sumir yrðu íþróttakenn- arar um lengri eða skemri tíma. Aðrir hefðu áhrif í íþróttafélögum, þótt eigi væru þeir beinlínis kennarar. Þriðju iðkuðu íþróttir hver fyrir sig sér til styrkingar og heilsubótar, en hefðu þó jafnframt örvandi áhrif á þá, er til þeirra þektu, með góðu fordæmi. Smátt og smátt breiddist út frá þessu höfuðbóli líkamsmenningarinnar hver sú íþrótt sem unt væri að stunda hér á landi, Og þá væri fengin trygging fyrir því að undirstaðan væri sæmilega lögð. Þessi er þá niðurstaðan. Ef ungmenna- félögin eiga að vinna sér varanlegan borg- ararétt í landinu, verða þau að setja mark- ið hátt. Marka spor á hverju sviði þar sem þau starfa. I íþróttamálinu vantar for- göngu. Þeir unglingar sem vilja nema í- þróttir vel, þurfa að fá hið besta tækifæri sem kostur er á. Slíkt tækifæri vantar nú. íþróttirnar eiga örðugt uppdráttar. I samanburði við íþróttalíf hinna fremstu erlendra þjóða, eru okkar bestu menn á þessu sviði eins og kjarr við hlið hávax- inna skóga. Sanit er ekki hæfileikaskorti um að kenna. Engu nema tækifærisleysi. Og úr því yrði bætt með góðum íþrótta- skóla, þótt lítill væri. Ungmennafélögun- um stendur næst að hefjast þar handa. Þau geta komið þessu máli í framkvæmd, ef þau vilja. Vorþrá. Ó, eg vildi að eg væri heima! Um vor og sólskin er mig að dreyma. — Um græna hlíð undir björgum blám og blómstóð fagurt í urðargjám. Um lóusöngva, og Iömb í haga, um ljósar nætur og hlýja daga. Um lítið torfþakið bæjarból með burslir skektar af vindi og sól. Jaðrl 15. febrúar 1917 Árni Óreiðct Heima. Eg veit mín gæfan bíður þar eg bjó und brattri hlíð við kaldan norðursjó. Og þótt eg flækist vítt um lög og lönd minn lífstein geymir nakin íshafsströnd. Ó, að eg fengi girt og grætt þar skóg og gráum þúfum eytt með beittum plóg,

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.