Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.1917, Qupperneq 8

Skinfaxi - 01.08.1917, Qupperneq 8
64 SKINFAXI Esjan og Akrafjall eru mjög nærri, Snæ- fellsnesfjallgarðurinn mun lengra frá, og yst á honum hinn yndisfagri jökulhjálmur, sem vart á sinn lika. Nálægu fjöllin spegla sig í „gegnumglæum“ vogunum, en yfir Snæfellsnesinu og einkum yfir jökl- inum er á góðviðrisdögum yndisleg, draum- kend móða. í suðurátt eru fjöllin með alt öðrum ■hætti. Þar er móberg i öllu landinu, fjöll- in fremur lág, slitin af elli og veðrum, margir einkennilegir keilulagaðir tindar og endalausar hraunbreiður á milli. Litl- ir gígar og eldvörp hér og hvar. Jarð- myndunin á Reykjanesi og vogarnir báð- um megin við Bessastaði, minna afar mik- ið á Mývatnssveit. Það er fegurð mó- bergshéraðanna, hraunanna, gíganna og voganna. Yfir því er létt og bjart eins og Suðurlöndum, engir jöklar, engir foss- ar, engin risafegurð heldur mjúkar línur, samræmi og yndisþokki. Alveg gagnstætt norðrinu, sterku stuðlabergsfjöllunum, með svipmiklu og harðlegu hamrabeltunum, sem mynda skjólvegg um bæinn. Inn í þessa fögru umgerð fléttast vogar og nes, eyjar sund, afar fjölbreytilegt og yndislegt. Manni finst stundum að í þessa fögru mynd vanti ekki nema tvent, og að hvort- tveggja muni koma með tíð og tíma. Annað er það að Reykjavík verði fagur- lega bygð-, hitt að hæðirnar kringum bæ- inn og undirhlíðar næstu fjallanna verði aftur klæddar birkiskógi — en lægðirnar samfelt ræktarland. Sú tíð kemur vonandi, að mannshöndin starfar að því að bæta og fegra verk elds og ísa. En þess verður all-langt að bíða. Og á meðan okkur dreymir um skógarfegurð komandi tíma, má samt ekki gleyma því góða sem líðandi stund hefir að færa. Jafnvel auðnin hefir sína fegurð. Berir ásar, og gróðurlaus hamrabelti særa augu aðkomumannsins fyrst í stað. En auðnin á líka sín undralönd. Skuggar og SKINFAXI. Mánaðarrit U. M. F. í. Verð: 2 krónur. Ritstjóri: Jónas Jónsson, Skólavörðustíg 85. Sími 418. Afgreiðslumaður: Egill Guttormsson. Skólavörðustíg 8. ljósblettir sjást afar vel. Hvert gil, hver hamar, hvert brot úr jarðlögunum stend- ur skýrt og ljóst fyrir augum áhorfand- ans. Línur fjallshlíðanna eru harðar og skarpar, eins og drættir á andliti aldur- hníginnar hetju, þar sem heil æfisaga er mörkuð í svipinn. Það fylgir skógleysinu í fjöllunum okkar, að svipmót þeirra er ekki blæjum hulið. Og þessvegna er útsýnið í Rvík fallegt, þrátt fyrir alt, sem mennirnir hafa gert, og látið ógert. Gjalddagi Sklnfaxa. Kaupendur blaðsins, sem kunnið að skulda því fyrir þennan árgang, eða meira! Munið að borga nú í haust. Dýrtíðin kreppir að öllum. Skinfaxa líka. Án hans geta ungmennafélögin ekki verið. Og þjóð- in í heild sinni getur ekki verið án félag- anna. Þessvegna þarf aö muna eftir gjalddag- anum. Vanskil Kaupendur sem verða fyrir vanskilum með blaðið eru vinsamlega beðnir að gera afgreiðslunni viðvart. Verður þá tafar- laust reynt að bæta úr því. Ritstóri: Jónas Jónsson frá Hriflu. Félagsprentsmiðjan

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.