Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1917, Side 3

Skinfaxi - 01.12.1917, Side 3
SKINFAXI 91 II. kafli. G a n g' a. Hin algengasta og eðlilegasla hreyfing mannsins er gangan. Plestir halda því eflaust að allir menn kunni að ganga. En því fer þó fjarri. Það eru aðeins lil- tölulega fáir af öllum þeim miljónum manna, sem nota fæturna til gangs, sem beinlínis kunna að ganga. Þó að mörg- um þyki þetta nú ef lil vill ofsagt, þá er það samt rétt. Auðvilað kunna allir að ganga með „sínu lagi“, sem hjá hverjum einum er að meira eða minna Ieyli frá- brugðið því göngulagi, sem hér er átl við og sem talið er af fenginni reynslu hrað- ast og mestur aflspari aJlra „göngu-að• ferða“, ef svo mætti að orði komast; því eg vil ekki halda því fram, að hún sé hraðari eða jafnvel heldur að Inin spari meira aflið en t. d. hlaup, ef aðeins er um það að ræða að komast einhverja vegalengd á sem stytstum tima eða með sem minstu eríiði, heldur aðeins ef um göngu er að ræða. Hlaupin munu því nolhœfari. Flestir, sem œfa þetta göngulag, munu gera það í þeim tilgangi að keppa á leik- mótum, — tækifæri til þess hafa þó und- anfarin ár verið fá hér á landi. En eng- inn skyldi þó óttast að æfa það þess vegna, því bæði er það einhver besta hreyfmg sem líkaminn fær, og eins venst maður á hetra og hagkvæmara göngulag, þó dálítið sé frábrugðið hinu venjulega kappgöngulagi; minni handleggja- og bolhreyfmg. Erlendis tíðkast kappgöngur nú ekki nærri eius mikið á íþróttamótum og fyrir svo sem 10—20 árum. Það eru aðeins Englendingar og Danir, sem nokkuð veru- lega iðka þær. Hjá Svíum, Norðmönnum og Finnum koma þær afar sjaldan fyrir á leikmótum. Og líklega hefði gangan lagst algerlega niður sem kappleikur hjá tlestum öðrum þjóðum, ef hún væri ekki á leik.skrá Olympsku leikjanna. Á leikj- unum í Stokkhólmi 1912 sýnist ganga þó ekki hafa verið í hávegum, því þar var aðeins gengin ein vegalengd (10 km. á 46 m, 28,4 sek.,) en t. d. kept i hlaupi á 12 vegalengdum. Hið erlenda nafn á kappgöngulaginu er „Heel-and-toe-walking“, og þýðir eftir orð- unum, „Hæl-og-tá-ganga“. Göngulagið er upprunanlega enskt og nafnið þessvegna líka, Það er þannig. Skrefið byrjar þeg- ar t. d. hægri fóturinn er eins hátt á tá og mögulegt er, án mjög mikillar áreynslu, og vinstri hæll tekur niður áður en hægri táin sleppir. Strax, þegar táin sleppir jörðunni, er fætinum sveiílað beint fram, eins og í venjulegri göngu. I þessari fram- sveiflu á fóturinn að vera svo aflvana sem unt er, til þess að hvila vöðvana í hverju skrefi ; þó þessi hvíld sje ekki nema augna- blik í senn, skiftir hún þó miklu. Þar af leiðandi má sveitlan ekki vera rykk-kend, heldur sem mýkst. Þegar framsveifla fót- arins er að enda, koma mjaðmirnar mjög til hjálpar, því það er teygjanleiki þeirra og mýkt, sem bætir síðustu sentimetrunum við hvert skref; og öllum hlýtur að vera ljóst, að þó ekki vinnist á nema 1 cm í hverju skrefi, þá munar það stór-miklu á langri göngu. Á 1 km. getur það munað 8—10 metrum. — Þessvegna ættu menn að reyna að smá lengja skref sín, en var- ast þó i kappgöngu að stika stærra en þeim er eðlilegt. — Handleggirnir eru hafðir kreptir, eins og í hlaupi og þeim sveiflað á líkan hátt, en þó dálitið meira inn á við að framan. Eins og allir munu finna sjálfir, ganga fætur og handleggir á misvíxl (þ. e. þegar vinstra fæti er stígiö fram, sveiflast vinstri handleggur aftur). Þess skal gætt, að brjóstið á jafnan að snúa beint fram. Rjett áður en hægri hæll tekur jörð, lyftist maður smámsaman upp á vinstri tá og sleppir henni frá jörðu um leið og hægri hællinn tekur niður aft- ur. Greining göngu frá hlaupi byggist að-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.