Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.01.1918, Side 4

Skinfaxi - 01.01.1918, Side 4
4 SKINFAXI Minnismerki Þorfinns karlsefnis. Fyrir skömma er kona ein auðug ný- látin í Fíladelfíu i Bandaríkjunum. í erfða- skrá sinni kvað hún svo á að allmiklu fé af eftirlátnum eigum sinum skyldi verja til þess að reisa fyrir 19 standmyndir þar í borginni. Borgar- búar hafa kosið nefnd, til þess að sjáumframkvæmd- ir ásamt eigin- mannihinnarlátnu. Fyrsti varðinn, sem reistur verður er minnismerki Þor- finns karlsefnis. Auk þess er fast- ráðið að stallar þeir, er stytturnar hvíla á, verði allir af sömu gerð. Nú er nokkuð um liðið síðan út voru send boð um fyrirmyndir að minnismerki Þor- finns og með því, að hér var til nokkurs fjár og þó meiri frægðar og framtíðargengis að vinna, þá urðu keppendur nær hálfu öðru hundraði bæði úr Vesturheimi, frá Bretlandi, Norð- urlöndum og flestum öðrum menningar- þjóðum. Fyrir þvi mega það teljast mikil tíðindi og góð, að báðir málsaðilar urðu mjög á einu máli um það, að velja úr fyrirmynd Einars Jónssonar myndhöggvara frá Galtafelli. Hvorki get ég né hirði um að rekja ætt hans og æfiferil hér, en það veit eg sannast um hann að hann er frumlegur listamaður, þrautseigur og trúr hugsjónum sínum. Minnismerki það er hann hefir gert, verður nú bráðlega reist i garði einum í borginni og auk þess verður honum falið að gera stalla undir allar myndirnar. Svo er og líklegt, samkvæmt venjunni, að hann muni geta selt allmargar smærri eftir- myndir af minnis- merkinu. Sigur Einars er merkilegur fyrir þá sök, að nú er vak- in von um að hag- ur hans batni og að gáfur hans fái að njóta sín. Það er skemtilegt að Islendingi skuli vera faið að gera íslenskum land- námsmanni minn- ismerki. En mest er {þó happ ís- lensku þjóðarinn- ar, þvi að með sigri sínum varp- ar sonur hennar á hana frægðarljóma, fyrir augliti alls heims, í fjarlægu landi, þar sem hennar hefir hingað til verið að litlu eða engu getið. Sá hróður fær og meira gildi sökum þess, að örlagaþrungn- ustu stundir hennar geta verið miklu nær en margan grunar. Og þeir tímar geta líka verið nær en margur heldur, að þjóð- irnar verði ekki metnar eftir höfðatölu einni saman, heldur eftir því hvern skerf þær hafa lagt heimsbúinu af gæðum, sem mölur og ryð fá eigi grandað.J J. K. Einar Jóusson, myndhöggvari.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.