Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1918, Síða 6

Skinfaxi - 01.01.1918, Síða 6
6 SKINFAX1 tóku 5 manns ])átt í því. Sá er fyrstur varð að markinu komst það á 50 sek,, og hlaut hann sundskiðldinn; var það Guðjón Jónsson í Hallgeirsey (Dagsbrún). Þá var kappglíma háð og voru kepp- endur 6 að tölu. Fyrstu verðlaun, glímuskjöldinn, hlaut Magnús Gunnarsson á Hólmum (Dagsbr.). Næst var kapphlaup 100 m. Fljótastur varð Sighvatur Andrésson frá Hemlu (Njáll), rann hann skeiðið á 14 sek. Þá var sýnt hástökk. Hæst stökk Magnús Gunnarsson 100 cm. Næstur honum var Sighvatur Andrésson með 150 cm. Að lokum reyndu menn sig í langstökki og varð Sighvatur Andréssoú hlutskarp- astur, stökk 5 J/2 m. Að því búnu skemtu menn sjer við ræðuhöld, söng og dans. Ræðumenn voru : Sigurður Vigfússon frá Brúnum og séra Þorsteinn Benediktsson i Lundi o. íl. Mótið sóltu yfir 500 manns og má það fjölment kalla til sveita, enda var veður hið ákjósanlegasta. Mótið hófst kl. 10 árdegis og stóð yfir til miðnættis og fór að öllu leyli hið besta fram, Veitingar voru nógar á boðstólum og þótti mörgum gleðiefni að sjá, að félög þessi ekki létu dýrtíð og ýmsa erfiðleika hamla sér frá að halda kappleika þessa, sem bæði halda við áhuganum á íþrótt- unum innan félaganna og flytja hressandi og fjörgandi blæ yfir héraðið um mesta annatíma ársins. Viðstaddur. Fjórðungsþírig ungmennafélaganna í Sunnlendingafjórð- ungi verður haldið i Reykjavík 10. maí næstkomandi. Fjórðungssljórnin. Kynnisf arir. [Niðurl.] Langþægilegast er það fyrir ferðamann- inn, að hann eigi heimboð á ákveðnum heimilum, þegar hann kemur á fjelags- svæðið. Og til þess að hann þurfi ekki beinlínis að ganga eftir heimboðinu sjálfur hefi eg hugsað mjer að kynnisfararáð- stafanir yrðu best gerðar á þenna hátt. í Reykjavík, eða annarstaðar þar sem póstgöngur eru greiðar í allar áttir, situr nefnd á rökstólum. Fyrst í stað gæti það verið stjó.in sambandsins, eða öllu heldur gestanefnd Reykjavíkurfélaganna, síðar yrði ef til vill að skipa sérstaka nefnd, ef mikið verður að gera. Þegar einhver ung- mennafjelngi vilt ferðast, skrifar hann þessari kynnisfaranefnd, segir henni hvert hann helst vill fara og hvenær hann getur ferðast. Nefndin svarar honurn um hæl og fræðir hann um fjelög og fjelagsmenn. sem á vegi hans verða, en skrifar sam- stundis sljórnum þeirra fjelaga og lætur þær vita um komu þessa fjelagsbróður eða fjelagssystur. Stjórnirnar bera það stðan undir fjelagsmenn sina, og þeir sem vilja taka á móti ferðamanninum á heimili sitt senda honum sjálfum skriflegt heimboð. Að því loknu þarf maðurinn ekki annað en segja til nafns síns, ]>egar hann ber að garði. Honum verður þá fagnað eins og boðsgesti, og öll óþægindin við það, að koma mönnum í skilning um hver hann sje og til hvers hann sje kominn eru í burtu numin. — Menn ættu ekki að gleyma því, að senda manninum sjálfum lieim- boðið, það er til mikilla þæginda fyrir hann, að hafa fengið það beina leið frá þeim sem ætla að taka á móti honum. Ef ástæða þykir til, geta fjelögin stilt svo til; að þessir ferðalangar geti verið á fund- um eða samkomum. Getur það oft verið til gagns fyrir fjelögin, engu siður en fyr- ir ferðamanninn sjálfan.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.