Skinfaxi - 01.01.1918, Síða 8
8
SKINFAXI
SKINFAXI.
Múnaðarrit U. M. F. í.
Terö: 2 krónur.
Ritstjóri: Jón Kjartansson, Kennarskólanum.
Póslhólf 516.
Félagsmál.
Guömuiidur lljultuson
fór í fyrirlestraferð um Hvalfjarðar-
strönd Kjós og Kjalarnes í fyrri hluta
desembermánaðar. Eftir beiðni Skaftfeli-
inga og tilhlutun U. M. F. Isl. leggur
hann af stað 20. janúar í fyrir-
lestraferð um Vestur-Skaftafellssýslu. Ef
til vill fer hann alla leið austur í Horna-
fjörð. Áætlað er að hann komi 4.—5. fe-
brúar austur í Mýrdalinn.
Jóa A. Guðmundssou
ostagerðarmaður hefir unnið mikið verk
og golt í Dalasýslu í þágu sambandsins.
Allgóðar horfur eru á að þar komist á
héraðssamband innan skamms. I sveit-
unum við Breiðafjörð og Húnaflóa eru
því nær engin sambandsfélög. Er því mjög
heillavæniegt, ef héraðssamband myndast
í Dölum. Ut frá því mundi alda breiðast
i allar áttir. Og auðvelt fyrir félög af
Austur-Barðaslrönd, suðurhluta Stranda-
sýslu, Vestur-Húnavatnssýslu og innri
hluta Snæfellsness að eiga samband við
Dalamenn.
Sigurður VJgri'ússon
flutti í desember fyrirlestra í félögunum
á Faxaflóaundirlendinu, en því miður gat
hann ekki farið lil U. M. F. Staðarsveitar.
Annars lét hann vel yfir ferðinni.
I?orstciuu Þórarinsson
ferðaðist eins og fyr var getið í sömu
erindum um Rangárvallasýslu. Félag
kvað hann í fæðingu í Fljótshlíðinni. Ekki
gat hann þó flutt þar erindi sökum of
strangrar áætlunar. Kaupendur Skinfaxa
í nágrenni við hann geta snúið sér til
hans um greiðslu á andvirði blaðsins.
Uéraðssambandið
í V.-Skaftafellssýslu hélt íþróttamót sl.
sumar í Skaftártungu. Kept var í glímu,
þátttakendur 8, og í su.idi, þátttakendur
6. Fyrstu og önnur verðlaun fyrir glímu
og önnur verðlaun fyrir sund lentu í
„Skarphéðni“, í Vík, en fyrstu verðlaun
fyrir sund hjá „Framsókn“ í Landbroti.
Skinfaxi vonar að Skaftfellingum takist að
hafa mótið fjölbreyttara næst.
Tilkynpingar:
„Heimlciðis44, Ijóð eftir Stephán G.
Stephansson eru nýprentuð. Kosta eina
krónu í kápu á vönduðum pappír. Eru
þetta kvæði er skáldið orti á ferðalaginu
og gaf Sambandinu handritið af. Ung-
mennafélög og einstakir menn geta feng-
ið Ijóðin send sér að kostnaðarlausu ef
þeir lála andvirðið fylgja pöntun.
Ársrit Fræðafélagsins geta menn
fengið hjá Sambandsstjórninni með mjög
lágu verði. Lysthafendur gefi sig fram
hið fyrsta.
Kaupendur Skinfaxa á ísafirði og þar
í grend mega greiða andvirði blaðsins
til Guðm. Jónssonar frá Mosdal
Bókasöfn sambandsfólaganna eru
beðin að senda afrit af bókaskrám sínum
til Sambandsstjórnarinnar við fyrsta tæki-
færi.
ÖIl erindi viðvíkjandi ritstjórn og af-
greiðslu blaðsins eru menn beðnir að
senda Jóni Kjartanssyni. Pósthólf 516.
Reykjavik.
Félagsprentsmiðjan