Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1918, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.05.1918, Blaðsíða 1
S&\tvjax\ 5. BLAÐ REYKJAVÍK, MAÍ 1918. IX. ÁR. Bókasöfn. Fyrir skömmu var hér i blaðinu minst á bókasöfn og því haldið fram, að vegna menningargildis þeirra og vegna hinna sérstöku staðhátta vor Islendinga, þá væri nauðsynlegt og sjálfsagt að leggja mikla alúð við að koma upp bókasöfnum í öll- um sveitum landsins. Skal nú vikið að því nokkru nánar. Þess er þá fyrst að gæta, að samtíðin heimtar svo miklu meiri þekkingu og víð- tækari af borgurum þjóðfélagsins, en áður hefir verið krafist. Veldur því hið mikla stjórnarfrelsi þegnanna. Nokkurnveginn hver fullveðja maður hefir nú orðið hlut- deild í stjórn sveitarfélaganna og alls landsins og jafnframt Iegst á hann sú skylda að nota sitt atkvæði og bera að sínum hluta óbyrgð á hvernig stjórnað er. Hver maður verður að vita nokkur deili á því helsta, sem gerst hefir i heimi verklegra framkvæmda, vísinda og lista og að veita eftirtekt þeim atburðum, sem eru að gerast. Og með sérstöku tilliti til þátttökunnar í opinberum mólum, verður hver kjörfrjáls þegn að þekkja hinar helstu stefnur í þjóðfélagsmálum, hvað þeim er helst til ágætis eða ágalla. Nú mun verða sagt að slík fræðsla sé í verkahring skólanna og er það satt að vísu. En fyrst og fremst nægja barnaskól- arnir ekki, því að börnum verða eigi kend þau fræði til hlýtar. Unglingaskólar ekki heldur, vegna þess að margir æskumenn sækja þó eigi, né heldur hina æðri skóla. En þó að svo væri eru bókasöfnin í fullu gildi, vegna þess að skóladvölin er skamm- ur kafli mannsæfinnar og með því sem hér var sagt, var ekki átt við, að hver maður léti sér nægja að ná einhverju hugsuðu „borgara“-prófi og léti síðan alt sjálfsnám niður falla. Hér er bygt á því, að hver vilji „læra svo lengi sem lifir“. Enginn, lærður eða ólærður, skyldi hugsa sem svo: „Nú hefi eg safnað nægu vega- nesti þekkingar og leikni og það mun duga mér það sem eftir er æfinnar". Hinn mikli mannfélagsstraumur berst oð- um áfram og hver sem ekki ber barning- inn, hann rekur aftur á bak. Einhver hörmulegasti vitnisburður er sagður verður um æskumennina er só, að þeir leggi þannig árar í bát, að þeir séu ánægðir með sjálfa sig, hvort heldur sem þar er ált við líkamlegan eða and- legan þroska, eður þau tök er þeir hafa náð á viðfangsefnum sínum í lífsbarátt- unni. En slíkt verður hlutskifti helst til margra ungmenna hér á landi. Hlutverk lýðskólanna er að vekja hetjuna í slíkum mönnum, og auka raunir þeirra með því að sýna þeim hvað þeir vita lítið. Skólarnir eiga að leiða æskumanninn inn í forgarð þekkingarinnar, lyfta upp tjaldinu að helgidómnum, sýna þeim hinar gullnu töflur, er fortiðar mikilmennin, spekingar liðinna alda, hafa með hjarta- blóði sínu ritað á þann sannleik, er þeir fundu, hvernig þeir, sem aldrei undu hálf- menningu samtíðar sinnar, hafa hver eftir

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.