Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1918, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.05.1918, Blaðsíða 8
40 SKINFAXI gerðir 131 gripur og kendi margra grasa. Má t. d. nefna stól, skáp, handklæða- og ábreiðu-„hengi“, kassa ýmiskonar, einfalda og vandaða, spegilumgerðir og mj'iidaum- gerðir, bæði tii þess að setja á borð eða vegg. Almenn ánægja er yfir þessari fram- kvæmd félaganna vestra. Þykir hún hafa farið vel úr hendi á slíkum neyðartímum, og styður tvent að því. Fyrst áhugi félags- manna um að koma á námsskeiðinu og svo dugnaður og ósérhlífni Guðmundar. Árangurinn mun og vafalaust verða nola- sæll, jafn vel þó að margir nemendur legðu slík störf niður með öllu. Tiigangurinn er ekki sá, að gera alla að iðnaðarmönnum. En vel má hitt verða, að margir noti tómstundir sínar hér eftir til slíkra hluta. Er það eitt sér mikill á- vinningur auk þess sem slík störf styðja að meiri híbýlaprýði, en hún skapar betri og siðfágaðri menn. Þau auka og feg- urðartilfinning manna og fegurðarvit. Loks gæti á slíkum námsskeiðum komið í Ijós hverjir eru smiðsefni og listfengir. En margur hefir hnigið í gröfina með þeim hæfileikum ósnertum, er unnið gátu ódauð- leg verk, af því að hann fékk aldrei tæki- færi, til þess að uppgötva hvað í sér bjó. Ólafur Sveinsson prentari tók sér fari með e.s. Borg til Reyðarfjarðar. Þaðan er ferðinni heitið upp í Hérað til þess að kenna á íþrótta- námsskeiði, er Héraðssambandið þar hefir gengist fyrir. Á námsskeiðinu verða senni- lega einnig nemendur frá íþróttahandalagi Austurlands. Félögin eystra hefir tilfinnan- lega vantað íþróttakennara. Er nú vel séð fyrir slíku, þvi að Ólafur er bæði vel æfður íþróttamaður, lipur kennari og drengur hinn besti. Má því óefað vænta jæss að för Ólafs eíli mjög ungmenna- félagshreyfinguna í Múlasýslum. En vegna þessa verða lesendur hlaðsins að bíða eftir framhaldi á greinum hans um „Uti-íþróttirnar“. SKINFAXI. Mánaðarrit U. M. F. í. Verðs 2 krónur. — Gjsilddagl fyrlr 1. júlí. Rilsljóri: Jún Kjartansson, iíennarskólanum. Pósthólf 516. Tóhakshindindisflokkur ungmennafél. Vorblóm hefir gengið i B. T. í. Von á fleirum. Æskilegt að sem flestir slíkir flokkar, hvar sem er á Iand- inu, gerðu hið sama. Gæti þá Bandalagið eflst og áhrifa þess gætt meira en nú. Aðalfund sinn mun Bandalagið halda í júnímánuði. Tilkymiingar. Skinfaxi. Af því að allmargir hafa spurt utn hvort blaðið fengist alt keypt, frá byrjun, þá skal þess hér getið að nokkur eint. eru enn til af I. árg. að 5. tbl. undan- teknu. Af III. árg. fæst aðeins 5., 6., 8., 9„ 10. og.ll. tbl. II., IV., V., VI., VII., VIII. árg. fást allir heilir. Skýrslur hafa komið frá U. M. F. Iðunn. —--------Akraness. — — — Reykjavíkur. Jón Kristófersson í Köldukinn tekur á móti andvirði Skin- faxa í Austur-Húnavatnssýslu. Til hans má og greiða eldri skuldir við hlaðið. Athug'ið hlunnindin handa nýjum kauji- endum og útsölumönnum, sem auglýst eru í febrúarblaðinu. Ársrit Fræöafélagsins geta menn feng- iö hjá Sambandsstjórninni meö mjög lágu verði. Lysthafendur gefi sig fram hið fyrsta. Félagsprentsmiðjan

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.