Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.1918, Side 1

Skinfaxi - 01.08.1918, Side 1
Skvxijatv 8. BLAÐ REYKJAVÍK, ÁGÚST 1918. IX. ÁR. íþróttaskóli. Að lokum virðist nú svo koniið, að bjarma tekur fyrir degi úti í löndum. Eft- ir meir en fjögur hræðileg ófriðarár kem- ur nú að líkindum varanlegur friður. Þá byrja þjóðirnar, liver i kapp við aðra, að byggja löndin af nýju, ekki einungis það sem striðið Iiefir lagt í eyði, heldur líka bitt sem þrengingar ófriðarins hafa látið mönnum gleymast, að komast þarf í framkvæmd. Hér á Jaridi befir þungi styrjaldarinnar legið eins og beljarbyrði á fjöri æskunn- ar. Ljósasta merkið er hnignun íþrólt- anna. Sú afturför er ekki eðlileg. Allir heilbrigðir æskumenn finna til þess að þeir þurfa að hreyfa sig. Sú krafa fylgir vextinum og þroskanum. Og þar sem fjörmerkjanna gælir ekki, þar er eílthvað að. Þar liggja einhverjar óeðlilegar höml- ur á ungu kynslóðinni. Smált og smált mun andi vorsins vekja mannkynið af svefni, eftir þunga vetrar- höfgans. Þá munu og íþróttamenn lands- ins hefja leiki sina á ný. Þá mun full- komið íþróttalíf verða sterkur þáttur i uppeldi þjóðarinnar. I þessu blaði hefi eg oftar en einu sinni vakið máls á því, að bér á landi þyrfti að stofna góðan iþróttaskóla. Fyr gæti islenskt íþróltalíf ekki náð alliliða jiroska. Fámennið, dreifbýlið, og afstaða landsins veldur því, að það er ákaílega eríitt fyrir íslenska íþróttamenn, að verða afburða- menn í nokkurri grein, án þess að slík miðslöð sé til í landinu. Slíkar stofnanir, sem hér er um að ræða, eru til erlendis. Ein hin frægasta var í Frakklandi við borgina Reims. En nú mun hún með öllu eyðilögð af skot- bríð Þjóðverja. Hefir þessa skóla fyr ver- ið getið hér í blaðinu. Eins og málið horfir við nú, væri ef til vill æskilegast, að íþróltaskólinn yrði reistur í sambandi við einhvern nýtísku alþýðuskóla. Verða væntanlega nokkrir slikir skólar stofnaðir á næstu árum. Einna lengst mun þeim undirbúningi á veg komið i Suður-Þingeyjarsýslu. Ung- mennafélögin þar bafa safnað töluverðu fé til skólastofnunar og er þar mikill áhugi á skólamálinu. Hafa félögin þegar byrj- að skólahald á Breiðumýri. Gert er ráð fyrir að sá vísir verði upphaf að allsherj- aruppeldisstofnun fyrir sýsluna. Björn Jakobsson fimleikakennari starf- ar við þennan skóla, og getur vel farið svo að hann ílengist þar. En þar sem tæplega er um nokkurn annan mann að ræða, sem fær væri til að.veita forstöðu íþróttaskóla, væri sú úrlausn góð að sam- eina báða skólana. Ungmennafélögin í Þingeyjarsýslu hrinda af stað al)>ýðuskól- anum, en öll ungmennafélög á landinu íþrótlastofnuninni. Við báða skólana væri hæfilega mikið verk fyrir duglegan fim- leikakennara. Tækist ungmennaféliigun- um að koma þessu máli í framkvæmd, myndu þau vaxa af því. Hvert nýtilegt verk er þeim lil sóma, sem það framkvæm- ir. En þar að auki myndu ungmennafé- lögin eflast margt'aldlega við það að slík-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.