Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1918, Síða 7

Skinfaxi - 01.08.1918, Síða 7
SK1NFAX1 63 Skýrslur liafa þá sent 71 sambandsfélag með 2860 félagsm. (;Sbr. Skf. bls. 82’16). Auk þessura félaga sem skýrslan nær yfir eru í Sambandinu 14 félög með um 400 félagsmönnum. 2. Eignir félaganna. Ræktað land virt á kr. 3153,32, Órækt- að og skóglendi kr. 5790,40. Hús kr. 22956,82. Bókasöfn kr. 5075,10. íþrótta- áböld og sundlaugar á kr. 4555,00. Aðr- ar eignir svo sem girðingar, Idutir í Eim- skipafélagi íslands, verkfæri, peningar o. fl. eru virt á kr. 19865,37. Eignir alls kr. 61305,05. Skuldir hvíla á félögunum kr. 4770,00. Skuldlausar eignir æltu því að vera kr. 56535,01. Ræktað land hafa fél. til umráða um 25,640 Q m. Sund- laugar eru taldar 18. Fundarhús 18. Bókasöfn telja 30 félög fram með 3422 bindum. 3. Félagasjóðir og Teltufé. Tekjur: Tillög félagsmanna . . . kr. 4152,90 Gjafir...................— 2692,00 Tekjur af jarðyrkju . . — 891,60 Tekjur af bókasöfnum, skóg- rækt, skemtunum o. fl. — 9828,50 Samtals kr. 17565,00 Gjöld: Varið til iþrótta . . . kr. 710 50 — - skógræktar . . — 1073,60 — - bókakaupa . . — 1187,95 Önnur gjöld . — 4781,95 Samtals kr. 7754,00 4. Störf. 194 fyrirlestrar voru flutlir á árinu í fé- lögunum og haldnir 675 fundir. Hand- rituð blöð gefa 54 félög út samtals 359 tölublöð. Kartöflurœkt slunduðu 15 félög og var uppskera þeirra um 4000 kg. Að garð- rækt voru unnin alls 218 dagsverk. Trjárœkt og ilómrœkt. Samtals gróð- ursettar 1199 plöntur og alls unnin 159 dagsverk. Allmikið unnið auk þess að eldri trjágörðum. íþróttir iðka flestöll félögin að nokkru. Fimleika iðka 70 félagar, glímur 413. sund 399, skíða- og skautafarir 631, og úti-íþróttir 338. Einna óljósastar eru skýrsl- urnar um íþróttirnar. Miklu fleirri stunda þær en hér er talið. Er þess viða getið í skýrslum en hvorki æfíngafjöldi né iðk- endafjöldi tilgreindur. * * * Um ofanritað skýrslu-ágrip er þess að geta, að eigi er hann að öllu leyti nógur til þess að sýna rétl og undandráttarlaust allan hag og starfsemi félaganna. Veldur þar bæði það, að margar skýrslurnar eru óvandlega skráðar og hinsvegar taka þær alls eígi yfir öll þau störf er félögin hafa með höndum og frá fáeinum vantar enn skýrslur með öllu. Hér hefir verið bygt á og miðað við skýrslur frá 71 félagi. Eignaskýrslunni mun töluvert skeika frá réttu. Bersýnilegt að mikið af eignum félaganna er ómetið. Aldur félagsmanna er og ekki lilfærður frá mörgum félögum sem ætti þó að vera liltölulega auðvelt, en gefur hinsvegar mörgu fremur hugmynd um framtíð hreyfingarinnar. Sérstök skýrsla um aukastörf félaganna og sjálfboðavinnu kemur í næsta blaði. En seinna mun ýmislegt úr skýrslunum gert hér að umtalsefni. Að eins má geta þess að síðustu, að samkvæmt skýrslunum virðist mikill starfsþróttur og áhugi eiga sér góðar rætur innan félaganna, þrátt fyrir hina mestu örðugleika sem nú hafa um skeið þrengt að landslýðnum. Er gleðilegt tll þess að vita, að Ungmenna- félagar muna vel stefnuna. Á því veltur mikið, þá er starfsemin hefst að fullu „eít- ir stríðið“.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.