Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1918, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.09.1918, Blaðsíða 8
72 SKINFAXI U. M. F. „Egill Skallagrímsson". Herf- uð Va dagslátfa. Húsbyggingarsjóður aukinn upp í 200 kr. U. M. F. „Geis!i“ í Aðaldal. 43 félag- ar heyjuðu fyrir fél. 1 sunnudag. 32 unnu 1 dag að ræktun á landi félagsins (tún' rækt; þaksléttu). U. M. F. „Vorblóm“. Stofnað bókasafn. U. M. F. „Iðunn“. Innanfélags-hluta- velta. Atmælisfagnaður. Söngflokknr starf- aði. 2 saumaflokkar störfuðu til nýárs. U. M. F. „Akraness". Félagið hefir stofnað aurasjóð og stjórna honum 3 menn, sem félagið kýs. U. M. F. „Egill“ í Vopnafirði. Leikinn sjónleikur. 2 skemtisamkomur. U, M. F. „Skjöldur“ (Arnarf.). Leik- inn sjónleikur og boðnir upp bögglar. U. M. F. „Stokkseyrar". Stjórnar lestr- arfélagi er á 276 bindi. Glímusýning í febiúar. U. M. F. „Unnur djópúðga“- Einn almennur skemtifundur og leikinn gaman- leikur. Unnið einn dag í garði féiagsins að vorinu og hálfan dag að slætti. Skemti- ferð út að Ytri-Fellsmúla á Fellsströnd. Unnið einn dag að heyvinnu hjá fátækum bónda. U. M. F. „Akureyrar". Kappglíma um 3 verðlaun, háð af 18 félagsm. á ýmsum aldri, — síðast í n.ars. U. M. F. „Árroðinn“ (Eyf.). Starfræk- ir sparisjóð fyrir börn og unglinga í hreppnum. U. M. F. „Framsókn“ (Húnavs,). Á og starfrækir bókasafn- U M. F. „Ólafsfirðinga11. Heyjaði 80 bestn. Sýndi sjónleiki. Hélt jólatrésskemt- un. U. M. F. „Svarfdæla". Starfaði að trjárækt í gróðrarreit félagsins. U. M. F. „Vorboði“ (Eyf.). Unnin 20 dagsverk að vegabót á félagssvæðinu. Utanáskrift blaðsins er: „Skinf axi“ Póstbólf 516 Reykjavík. SKINFAXI. Mánaðarrit U. M. F. í. Verð: 2 króimr. — Gjalddagi fyrir 1. júlí. Ritstjóri: Jón Kjartansson, Skálholtsslíg 7. Pósthólf 516. Félagsmál. Ungmenii afél ögin Afturelding í Mosfellssveit og Drengur í Kjós héldu íþróttamót 14. júlí í sumar. Þótttakendur voru 19 úr báðum félögunum. Kept var í sundi, langstökki, hástökki, 100 m. hlaupi og glínni Síðan voru ræð- ur íluttar og sungið. Samkoman var hald- in hjá Mógilsá við Koilafjörð. Eru þar sléttar grundir og staðurinn vel til þess fallinn. Næsta sumar búast félögin við að halda íþróttamót aftur og þá uppi í Kjós. Ættu fleiri félög að hugsa til slíkra fram- kvæmda. Meðan íþróttirnar eru svo mjög á bernsku stigi, eru slíkir fundir einkar vel við hæfi, auka áhuga, metnað og mátt- artilfinning íþróttamannanna, kenna þeim að koma fram opinberlega og þeir eru um leið góð skemtun öllum þeim er til sækja. Guðmumlur Hjaltason gerir ráð fyrir að halda fyrirlestra sunn- an og norðan á Snæfellsnesi fyrri hluta vetrarins. Leggur á stað 6. nóv vestur í Kolbeinsstaðahrepp, þaðan vestur í Stað- arsveit, þá yfir fjallgarðinn og inn sveitir að norðanverðu ef til vill alt inn í Dali og þaðan suður aftur. Félagsprentsmiðjan.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.