Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1918, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.09.1918, Blaðsíða 4
68 SKINFAXI Smátt og smátt hefír hin öfluga fram- sókn bókasafnsvina, með almenningsálitið að baki sér, knúð fram ýmisleg hlunnindi og styrk handa söfnunum af hálfu lög- gjafarvalds og annara stjórnarvalda. Hef- ir þannig verið veitt mikið til þeirra úr fylkissjóðunum og ríkisvaldið þannig við- urkent skyldu sína gagnvart þeim- I flest- um fylkjunum hafa verið skipaðar laun- aðar bóknsafnsmálastjórnir að sumu leyti hliðstæðar fræðslumálastjórninni hér á landí. Verður minst á starf þeirra síðar. Hvergi í heiminum mun veja jafn mik- ið af stórefnamönnum og í Bandaríkjun- um og hvergi mun jafn alment að þeir gefi stórgjafir til hverskonar framkvæmda ogstofnana sem þar. Bókasöfnin hafa ekki farið varhluta af gjöfum þeirra. Árið 1915 voru slíkar gjafir orðnar 260 miljónir króna. Er mælt að J. R. Lowell hafi sagt svo um þessar gjafir auðmannanna: „Eg býst við að stórgjafir í lifanda lífi séu al- gengari meðal auðmanna vorra en hjá nokk- urri annari þjóð. Ekkert slíkt er með öllu laust við fordild. En þó er það á- nægjulegt að jafnoftast skuli verða fyrir slíkum stórgjöfum lýðskólar og bókasöfn. Varla getur nokkur maður reist sér óbrot- gjarnari minnisvarða en með því að stofna, og gefa almenning-.bókasaf'n. Sá sem það- gerir mun sannarlega lifa eftir dauðann í þakklátri endurminningu, í æ meiri þekk- ingu og siðaþroska hverrar kynslóðar af annari. Pýramidarnir gleyma sínum húsa- smiðum, en bókasöfnin munu verða lang- minnugri". Almenningsbókasöfnin amerísku hafa sett sér það markmið, að fullnægja lestrarþörf- um hvers einasta borgara þjóðfelagsins, og auk þess gera þau alt sem í mannlegu. valdi stendur til þess auka lestrarþörf og fróðleiksþorsta manna og til þess að laða menn að bókunum. Þau senda erindreka sína út á stræti og gatnamút til þess að- þrýsta mönnum til þess að koma og færa sér dýrmæti bókanna i nyt. Þangað koma menn líka í hinum ólíkustu erindum. — Stúdentar og prófessorar sækja þangað sín ENSKUBÁLKUR. P’ífilbrekka, gróin grund grösug hlíð með berjalautum, flóatetur, fífusund, fífilbrekka, smáragrund, yður hjá eg alla stund uni bezt í sæld og þrautum. Fífilbrekka, gróin grund grösug hlíð með berjalautum. Gljúfrabúi, gamli foss, gilið mitt í klettaþröngum, góða skarð með grasahnoss, gljúfrabúi, hvítur foss, verið hefir vel með oss, verða mun það enn þá Iöngum. Gljúfrabúi, gamli foss, gilið mitt í kletta þröngum. Jónas Hallgrímsson. Dandelions gold and green, Grassy banks with berries growing; Meadow sweat the woodland queen, PAirer flow’rs have never been. AIl the sorrow I have seen Fades away when the flow’rs are blowing- Dandelious gold and green, Grassy banks with berries growing. Dweller in a rocky home! Forth you come in might and splendour- Waterfall! I love to roam, Gazing at thy whirling foam, Near to thee I love to roam. Life is happy when love is tender. Dweller in a rocky home, Forth you come in might and splendour- H. M. S. þýddi.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.