Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1918, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.09.1918, Blaðsíða 6
70 SKINFAXI íns býr, —• aö af því skuli allar þjóSir jaröarinnar blessun hljóta.“ Úr kvæöi, er Einari var flutt vi'ö þetta tækifæri, er þetta erindi tekiö: Og Einar, ]>ess blik, sem bjartast skein, J)ú bræddir í málm og hjóst í stein, hiá komandi kynslóð aö standa. — Með hamrafellum þíns heimaranns þú hnyklaðir brýrnar úrlagans. Og dýröina alla þíns draumalands þú dróst í verk þinna handa. Nýlega hefir Einar lokiö viö eitt lista- verkiö enn, sem eins og fleiri myndir hans sýna hvert gildi starf hans hefir fyrir orð- stír þjóöarinnar. Vonar Skinfaxi að geta síðar flutt mynd af því ásamt fleiru er listamaðuidnn mun hafa í fórum sínum. Félag eitt allmikið í Ameríku er nú gefa út veglegt rit um Einar meö myndum af öllum likneskjum eftir hann. Er slíkt hið mesta nauðsynjaverk, þvi að á þann hátt berst hróður listamannsins um allan heim. Sennilega mun Einar hverfa hingaö heim næsta sumar. En för hans til Ameríku mun hafa auðgað hann andlega og hrest, um leið og hún hefir orðið honum til örlítils hagnaöar fjárhagslega. Og íslandi veröur hún vafalaust til rnikils gagns og sóma. Skýr sla um aukastörf og sjálfboðavinnu í Ung- mennafólögunum árið 1917. U. M. F. „Ilrunamanna". Átján dags- verlc unnin að sundlaugargerð Heimboð gert Einari H. Kvaran. U. M. F. „Meðallendinga“. Nokkrir fé- lagsmenn heyjuðu handa félaginu eitt laug- ardagskvöld U. M. F. „ísfirðinga" hélt heimilisiðnað- arnániskeið í 5 vikur. Kent: Teikning, útsögun, og tréskurður. Nemendur alls 112, unnu samtals 145 muni. U, M. F. „Garðarshólmi“. Skemtiferð að Skógafossi. Tvisvar bögglakvöld til ágóða }yrir fátækling. Aftansöngur á að- fangadagskvöld jóla. U. M. F. „Drengur“, safnaði fé til beim- boðs Stephan G. Stephensen, safnaði í minningarsjóð Eggerls Ólafssonar, hafin samskot til Ferðamannahestahælis í Reykja. vík. U. M. F. „Drifandi“. Þátttaka i sam- fundi undir Þríhyrningi Tvær skemlisam^ komur, önnur fyrir sjúkling á Vífilsstaða. hæli. Tóbaksbindindisflokkur starfar- U. M. F. „Dagsbrún“ i Austur-Landeyj- um, starfrækir lestrarfélag hreppsins. U M F. „Unglingur“ hélt jólatrésskemt- un fyrir börn Fór skemttferð að sumrinu. U. M. F. „Biskupstungna“. Félagsslúlk- ur höfðu handavinnusýningu Farin skemti- ferð. Frjáls samskot innan félags i hús- byggingarsjóð Dýraverndunarfélagsins 54 krónur og 155 krónur sendar fatækum fé- laga i jólagjöf U M. F. „Eldborg". Unnin 1G dags- verk að sundlaugarbyggingu. U. M F. „Samhygð“. Hannyrðaflokk- ur slarfar innan félags og tóbaksbindindis- ílokkur. Leikinn sjónleiknr U. M. F. „Hvöt í Grimsnesi“, hélt 4 skemtanir. Ein skemtiferð. Endurbætt girðing um trjáreit. Þrír sjónleikar sýndir. Á og starfrœkir bókasufn með yfir 500 bindum. U. M. F. „Stór'lfur“ tók þátt i skemti- samkomu undir Þríhyrningi. U M. F. „Örn“. Söngæfinar 2svar i viku í jariúar og febrúar. Þrjár opinber- ar söngskemfanir. Unglinganámskeið, sem getur í f. á. skýrslu, stóð til 10. febrúar. U. M. F. „Breibablik“ í Önundarfiröi. Tólf félagar unnu að heyvinnu fyrir far- lama mann. Ein skemtisamkoma úti. Ein dansskemtun. Maður seudur í póstferð á aðfangadag jóla. U. M. F. Framar (í Önundarf). Iðn- sýning haldin. Ein skemtisamkoma úti með þrem öðrum félögnm. U. M. F. „Dagsbrún“ (í Miklaholtshreppi).

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.