Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1918, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.12.1918, Blaðsíða 1
Skógrækt. Fyrír nokkrum árum vaknaði tölu- verður áhugi á skógræktinni hér á landi. Erlendir velvildarmenn fundu til þess, live landið var orðið nakið i saman- burði við grænu löndin i suður og aust- urátt. Hins vegar bentu fornsögurnar ljóslega í þá átt, að á landnámsöld og lengi fram eftir hefði mikill hluti af lálendinu og lægri fjallahlíðum, vcrið vaxið birkiskógi. Munurinn var auðsær orðinn. Við áhrif utan að, og saman- burð á nútíð og fortíð, vaknaði i brjóst- um margra íslendinga, einkum hinna yngri, trú á þvi, að enn mætti klæða hlíðarnar skógargróðri, og von um að það myndi takast. Síðan eru liðin nokkur ár. Skógverðir og skógfræðingur hafa verið skipair. Tveir stærstu skógarnir, Hallormsstaða- og Vaglaskógur, hafa verið alfriðaðir og hlúð að eftir megni. pcir hafa og tekið mikilli framför, svo að unun er til að vita. Nokkrar gróðrarstöðvar hafa verið reistar. Á Akureyri hafa sýnilega ávext- irnir orðið ánægj ulegastir, enda munu gróðrarskilyrði þar vera i betra lagi. Á pingvöllum og við Rauðavatn, skamt frá Reykjavík, hafa stöðvarnar alls eng- an árangur borið, og eru í hinni sorg- legustu niðurlægingu. Reynsla sú, sem nú er fengin, er tæplega jafnörfandi og mestu eins og mestu áhugamennirnir gerðu ráð fyrir. það er sýnilegt, að það er miklum erfiðleikum bundið, að k 1 æ ð a 1 a n di ð a f t u r. jpar að auki óvíst, að það þætti að öllu leyti til bóta frá búnaðarins sjónarmiði. Hins vegar bendir þó reynslan ótvírætt á það, að t r é m á r æ k t a hér á landi, i flest- um, ef ekki öllum héruðum, þó að skil- yrðin eru meiri en svo, að rétt sé að byrja á þeirri hlið. Hins vegar væri geysi mikið unnið við það, ef hægt væri áður en mjög langt liði, að girða af alla skóga á íslandi eða því sem næst, með sauðheldum girðing- um. ]?á væri náttúrunni veitt sú hjálp, sem mest er um vert. Sauðfé og geitur eru höfuðóvinir íslenskrar skógræktar, bæði fyr og síðar, eftir að landið var bygt. Flestum landeigendum leikur lmg- ur á að girða af skógarlönd sín, sökum þess, að skógurinn reitir ullina af fé þeirra, og bakar mörgum þeirra með því allmikið tjón. En til að létta undir þyrfti landið að leggja allmikinn styrk til girðinga þessara, jafnframt því, að landeigandi skuldbindi sig til að láta grisja skóginn smátt og smátt, eftir rétt- um reglum. Ef þannig héldist i hendur iiagsýn einstaklingsframkvæm dogskyn- samlegur stuðningur þjóðfélagsins, mundi ekki einungis takast að bjarga þeim leifum, sem til eru, heldur myndi hver friðaður skógarblettur dafna, og færa út kvíarnar. það er nefnilega einn

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.