Skinfaxi - 01.12.1918, Blaðsíða 2
90
SKINFAXÍ
hinn allra gleðilegasti vottnr í skóg-
ræktarmálinu, að sjá, liversu skógurinn
færist út frá gömlu leifunum, þar sem
sauðfjárbeitin gefur nokkur grið. J>ó
myndi þess gæta langtum meira, eftir
að friðun skóga og grisjun væri komin
í sæmilegt horf.
Ungmennafélögin hafa mjög víða efnt
til skógarlunda við samkomuhús sín,
eða á öðrum vel völdum stöðum á fé-
lagssvæðinu. Sjálfsagt er að halda þessu
áfram til þrautar, þar sem það er byrj-
að. En rétt er að geta þess, að erfitt er
með f u 11 k o m n a friðun á görðum,
nema þar sem hinn friðaði reitur er
rétt við bæi og íbúðarhús. pað virðist
vera hér um bil ómögulegt að gera full-
komlega fjárhelda girðingu úli á víða
vangi. Snjó leggur yfir girðinguna i
dældum, og þar gengur fé inn, og nær
að eyðileggja ungviðið. En um stór og
gömul skógarlönd sakar minna, af því
að af miklu er að taka, þó að skepnur
komist einstöku sinnum óvart inn í girð-
ingar. Aftur á móti getur ein skepna
eyðilagt í litlum gróðurreit margra ára
vinnu, á örstuttri stund.
Samkvæmt kenslu reynslunnar, ættu
allir skógarvinir á landinu að leggja
sem mesta áherslu á það, að s k ó g a r-
1 e i f a r n a r g ö m 1 u s é u f r i ð-
aðar og grisjaður.
Næst því kemur hitt boðorðið, að gera
dálítinn skógarlund við livern bæ og
hvert hús í landinu. En að þeirri hlið
málsins mun eg víkja síðar.
Ungmennafélagi.
Hörpnhljómar.
Eg fagna þér Harpa — þann sönginn eg
syng
er sólþráin húmfædda lætur; —
eg þráði þín sólbjörtu, söngauðgu þing
er sólgeislan skammdegið fól.
Kom þú blessaða vor
með hin björtu spor —
þó að bros þitt sé stundum valt. —
Yfir lög og lönd
strýkur ljóssins liönd,
scm að lífgar og nærir alt.
Og vorið breiðir á bera rein
hið bhnnofna rósa-lin.
En angandi lofti andar grein,
þar unir við hreiður sín
vonglöð, vænglétt sveit,
í þcim vinareit
er vornættið yndisrótt.
Dvínar dagsins lag,
tengir dag við dag
hin draumljúfa, bjarta nótl.
J?ér,sem vökna hvarmarumvetrarskeið,
býður vornóttin faðmlö sín; —
liún græðir þá und, er sollin sveið,
og sorgþeli hjartans dvín.
Gegnum sorg og neyð
skin þér sigurleið
ef að sál þín er mjallahrein,
— fast við Islands barm,
bundinn vorsins arm
áttu bót fyrir hvert þitt mein,
Geymdu sakleysi æskunnar svanhvítt og
hreint
gegnum svellandi harmveðrin öll.
pú átt Islendings lund, gaktu öruggur
beint,
livar sem atvikin hasla þér völl.
Trúðu á ljóssins mátt.
Hlýddu á hörpuslátt —
þinnar hörpu sem vormundin snart.
]?á er kynning sæt.
pk er minning mæt —
hið myrka heldægur bjart.
Eg elska þig vor! — pín vermandi glóð