Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1918, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.12.1918, Blaðsíða 3
SKINFAXI 91 mér vonskin‘ISPfíniglandi ber. — Eg gef þér mitíalt: mitt líf og mitt ljóð, mitt lífsstarf er heitbundið þér. Kveiktu Ijóð mitt ljós, vertu ljúfust rós þeim, sem lífið er myrkt og kalt. Ef þ e i r öðlast frið við minn óðar klið fæ eg endurgjald þúsundfalt. I maí 1917. Borgfirðingur. Gildi íþróttanna. Eftir ólaf Sveinsson. Við skulum þá fyrst atbuga, livaða áhrif íþróttirnar (tamningin) hafa á líkama mannsins. Allar íþróttaæfingar liafa í för með sér aukna líkamshreyfingu, en við aukna hreyfingu örfast hringrásin í lík- amanum. Skynjanlegur vottur þess eru liraðari hjartaslög og tíðari og dýpri andardráttur. Við það að hjartað herðir slögin, pumpar það blóðinu hraðar gegn um líkamann og flytur þá með sér meiri næringarefni til þeirra vöðva og tauga sem notaðar eru, og skolar á bakaleið- inni á burt með sér þeim efnum sem ónýt eru og skaðleg. Lungun losa svo líkamann við þau, þegar blóðið kemur aftur til þeirra. ]?að er súrefnið í loftinu sem maður andar'að sér, sem Iireinsar blóðið, og gerir það, ásamt öðrum efn- um, hæfa næringu fyrir líkamann; þvi hreinna scm loftið er, þess betur hreins- ast blóðið. Og verður þá skiljanlegt, hvers vcgna öndunin örfast með hjarta- slögunum; starf þessara tveggja líffæra er svo náið og hvort öðru liáð. petta eru upp-yngingar- og aflstöðvar líkam- ans. Ef þessi tvö líffæri eru ekki i góðu lagi og hraust, verður þessum endurnýj- unar-þörfum líkamans ekki gegnt svo sem þyrfti, og afleiðingin verður oftast heilsuleysi fyr eða siðar, eftir mótstöðu- afli líkamans að öðru leyti. Ef stöðugt eða mjög mikið er gert að kyrsetum, cinkanlega í slæmu lofti, verður afleið- ingin sama, enda sýkjast líffærin þá oft sjálf, beiúhnis af hreyfingarleysi. Besta ráðið til þess að treysta og þroska þessi líffæri, eru hæfilcgar íþróttir, einkanl. göngur og hlaup. Kirtlastarfsemin eykst einnig, og við það með liinu, verður lík- aminn ómóttækilegri fyrir sjúkdóma. petta er einn af aðalkostunum við íþróttirnar, og flestir munu telja hann óumræðilega dýrmætan. ]?ví heilsan er dýrgripur hvers er á. Eg sagði óðan, að með aukinni hreyf- ingu (æfingu) líkamans eða einstakra líkamshluta, örfast hlóðrásin til þeirra staða, sem notaðir eru. Og það er ein- mitt þess vegna, sem tamningin ber á- rangur; hún væri gagnslaus annars. pvi það cr með blóðrásinni, scm vöðvinn fær styrk sinn; blóðefnin byggja upp vöðvann eða brcyta honum, eftir tilhög- un æfinganna, blóðefnin leysa upp fitu og önnur óþörf eða óholl efni, sem ef til vill hafa safnast fyrir í líkamanum og hindra hann i þeim hreyfingum, sem tamningin útheimtir, og blóðið flytur á burt með sér kolsýruna, sem safnast fyrir í líkamanum við langvinna og á- kafa hreyfingu. Sum efnin, sem líkam- inn þarf að losa sig við, fara líka lit gegn um húðina (svitaholurnar), og skilst mönnum þá hve hreinlæti er nauðsyn- legt. — Af þessu sést, að tamningin með hjálp líkamans sjálfs byggir upp og treystir þá staði, sem íþróttamaðurinn, með tamningunni, heimtar traustari; líkaminn lagar sig nefnil. ætíð eftir þörfum sínum, að svo miklu leyti sem

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.