Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1919, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.03.1919, Blaðsíða 2
18 SKINFAXI á námsskeiðinu, heima í félaginu á eftir. petta fyrirkomulag mætti vel gefast ef framhald yrði á. Sörnu mennimir þurfa að sækja námsskeið þessi ár eftir ár og iðka vel íþróttirnar þess i milli. Annars er ekki að búast við, að þeir geti kent sínuin fé- lagsmönnum. Námsskeiðin eiga að bera þann árangur, að til verði í hverju fé- lagi a. m. k. einn maður, sem geti kent sæmiiega flestar þær íþróttir, sem hér verða stundaðar. Yerður aldrei of skýrt tekið fram hversu mikið veltur á slíkum mönnum um framfarirnar í íþróttunum. Með eld- legum áhuga kristniboðans eiga þeir að prédika fyrir félögum sínum hinn nýja sið, og sýna þeim með leikni sinni hvað komast má, ef íþróttirnar eru iðkaðar af kappi og þrautseigju. Stjórnir félaganna eiga að sjá fyrir húsnæði og nauðsynlegum áhöldum svo að þekking kennaranna og áhugi komi að notum. Sambandsstjómin ætti að sjá um útveg- un á þeim áhöldum, sem fá verður frá öðrum löndum, og hún ætti að geta lagt til kennara á námsskeið f jórðungs- -og héraðssambandanna. peir eiga að koma frá íþróttaskólanum. En stærsti kosturinn til þessa starfs er þrautseigjan. Áríðandi að missa aldrei sjónar á markinu, sem blasir við fram- undan — að skapa hér í landi hraustan og siðaðan lýð. Samböndin og einstakir félagar mega ekki gefast upp, né verða afhuga því skipulagi á iþróttakenslunni, sem upp er tekið, þó að sýnilegu ávext- irnir kunni að virðast minni en þeir von- uðu. Sannfæringin um gildi íþróttanna og sannfæringin um að þeir hafi valið rétta leið á að halda þeim við. Ef Ungmennafélögin reynast þarna trú stefnu sinni, þá munu þau leggja drjúgan skerf til þess, að gera gáfuðu smáþjóðina á norðurhjara heims að gæfusamri öndvegisþjóð. Landnámshngsjón og æska. ------ (Frh.) pað skortir að vonum ekki fólk á Is- landi, er fýsir að nema land á Grænlandi og auðgast með því að kasta eign sinni á náttúrugæði þess. En það er ekki nóg. Hjer þarf einróma þjóðarvilja og þjóð- arskilning á landnámsmálinu, svo að þegar landnámsmennirnir sigla, láti hugur, menning og þjóðfélagsskipun ís- lensku þjóðarinnar i haf með þeim, sem óslítandi bönd og verndarvættir. — Á sögu íslendinga á Grænlandi að vera lokið, eða á nýtt landnám á Græn- landi að verða upphaf að ný-íslenskri frægðaröld? Hér er ekki um það að velja að flytja til Grænlands eða ekki, heldur um það, hvort íslend- ingar eigi að verða fyrstir til að nema óðul sín á Grænlandi og setja þeim land- nemum kosti, er síðar kunna að koma. Eða eiga íslendingar, eins og danskur maður hefir lagt til, fyrst að fá að flytja inn í landið, er önnur menningarþjóð hefir komið sér fyrir þar og gerir voru þjóðerni einn kost nauðugan. pað er óhjákvæmilegt, að Grænland dragi fólk frá íslandi, og Grænland getur tekið við miljónum manna. Á íslenskum útflytj- endum að auðnast að fá að vaxa og breiðast út sem greinar á þjóðarmeið- inum, eða eiga þeir eins og hingað til að falla éins og áburður á engilsaxnesk- an þjóðakur? Á íslenskur æskulýður ekkert af þeim lífsvilja, er einkennir æskulýð björtu menningarþjóðanna 1 Norðurálfu: vilja og þrá til að útbreiða þjóð sína og menn- ingu,tryggja henni sem mest af framtíð- armöguleikum heimsins og láta lífs- magn hennar einnig ráða nokkru um það, hvernig heimurinn á að líta út í

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.