Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1919, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.03.1919, Blaðsíða 5
SKINFAXI 21 G. Stefánssonar skálds, og sé fénu varið til að styrkja einhvern einn islenskan rithöfund á ári hverju. „Yér höfum hugsað oss að byrjað verði á að útvega stuðningsmenn einum af skáldum vor- um,“ segir í blaðinu. — En hver sá e i n i og þá um leið sá fremsti, sem tekinn væri þannig fram yfir alla hina, ætti að vera, er að líkindum enn ói'áðið. petta er í rauninni vel virðandi, eins og eg hefi áður sagt, — ef nokkur leið væi'i að koma því vandræðalítið í fram- kvæmd. Ekki efa eg það, að flestir mundu óska og vilja stuðla að þvi — og' ]?á ekki síst Ungmennafélagar — að okkar virðingarverðu og góðfrægu skáld og rithöfuxidar mættu fá sem best kjör við að búa, a 11 i r til hópa. — En hver getur gert sér nokkra von um að Ung- mennafélögin geti bætt kjör þeirra á þ e n n a n b ein a fjárhagslega hátt, eða að Ungmennafélögum beri helst að vinna að þvi, að safna pening- um að mestu leyti úr annara vösum eins og gert er ráð fyrir og úthluta svo c i n- u m litvöldum manni. Og að líkja þcssu við Stcfáns heim- hoðið er fráleitt. Tökum t. d. góðan og gcstrisinn ís- lenskan bónda og þó efnalítinn. Hann mundi vel geta boðið heim til sin ein- liverjum virðulegum langferðamanni, og geta tekið honum svo sómasamlega eftir ástæðum, að báðir liefðu ánægju af. En ætli hann svo að taka alla sína sveitunga og bjóða þeim til veislu, þá myndu hans fáu alikálfar hrökkva skamt. pannig er það og alt annað, að Ungmennafélagar hafa gengist fyrir Stefáns heimboðinu, eða einhvers ann- ars stórmcrldlegs landa vors erlendis, lieldur en að taka alla helstu rithöfunda þjóðarinnar á sína arma og bæta kjör þeirra. Að réttu lagi ætti þá og að fara á sama hátt með öll skáld, fræðimenn, listamenn og alla, sem þörf hefðu á hetri kjörum.. Hvernig mundi það geta sýnst rjett- mætt að styrkja þennan e i n a rithöf- und, er greinin talar um, með árlegu til- lagi, en leggja alla aðra til hliðar, þó líkt væru staddir? Reyndar er gert ráð fyrir að líklega mætti smámsaman styrkja fleiri, en jafnframt sagt, að ekki myndu verða höfð mörg járn í eldin- um, sem rétt er. Mundu þá ekki nokkrir liíða svo lengi eftir umbótinni á sýnum hag, að ekki tæki að safna fé handa þeim? Hcldur væri einhver vegur sjáanlegur til þess, að sýna þessum sómamönnum lit með þvi að safna fé lianda einum þeirra hvert ár og færa honum það sem viðurkenningar- og þakklætisvott frá fé- lagsskaparins hálfu og annara góðra manna, sem vildu gefa fyrir þeirra orð. En bæði mundi þetta lítið draga og þessi fjársöfnun fljótt verða treg og hvumleið flestum mönnum, bæði þeiin sem gefa, og þiggja. Væri þá ver farið af stað en ekki. par að auki væri stefnu Ungmenn- mcnnafélagsskaparins á þennan hátt fleytt yfir í mjög skakkan farveg. Engin von er til þess, að Ungmennafélögin geti nú alt í einu jafnað yfir þessar eða aðr- ar misfcllur liins illa fyrirkomulags né afplánað það, sem svo lengi hefir verið vanrækt. Jeg vcrð að biðja mcnn að misskilja þó ekki þessi orð mín svo, að eg sé mótfallinn fjárveitingum eða um- hótum á hag okkar ágætismanna. Miklu fremur álit eg það sjálfsagt, að þeim sé launað svo með styrk af opinberu fé, að þcir séu vel lialdnir af. Og vissu- lega eyðast hér stórar fjárliæðir nú á dögum í margt, sem síður skildi. Ungmennafélögin geta að minni ætl- un lítið bætt úr á þennan liátt, en þau eiga að búa í haginn fyrir komandi tima og þeim er engin ofætlun að u m h æ t a svo hugsunarhátt okkar uppvax-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.