Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.03.1919, Qupperneq 6

Skinfaxi - 01.03.1919, Qupperneq 6
22 SKINFAXI andi kynslóðar — áður en langt líður — að við íslendingar kunnum að meta gildi okkar þjóðfrömuða og launa þeim að verðleikum. Jeg verð því að leyfa mér að leggja á móti þessari umgetnu fjársöfnun af þeim ástæðum, sem jeg nú þegar hefi bent á, og skal nú aftur taka itarlega fram: 1 fyrsta lagi mundi f jársöfnunin i 11 a t a k a s t. Ganga treglega, nema ef vera skyldi í byrjun, og lielst ekki nema um eitt skifti væri að ræða. I öðru lagi yrði slík fjársöfnun til eins manns ákaflega óréttmæt, þar sem ganga yrði fram hjá allmörgum, sem líkt væru staddir og hins sama verðir. Og í þriðja lagi, væri þetta að mestu ósamrýmanlegt stefnu Ungmennafé- lagsskaparins, sem miklu fremur ber að starfa á alt annan og uppbyggilegri liátt en að þannig lagaðri beinni fjársöfnun, nema um alveg sérstök atriði sé að ræða, um leið og þetta er ótímabært verk fyrir þau, að færa í rétt horf. Guðmundur Jónsson, frá Mosdal. Brot úr erindi fluttu á sjótnannasatnkomu. (Frh.) Yið höfum fengið skaðabætur hjá Dönum sem kunnugt er, 60 þús. kr. á ári, fyrir eignatjónið — en aðrar tvenn- ar 60 þúsundir hefðum við þurft og hklega ekki nægt til að græða hugarsár- in sem tímar þessir særðu hugsunarlíf þjóðarinnar með. — þvi þaðan tel eg sprottna tortrygnina, sem trúir engum af heilum hug, síngirnina, sem að eins lítur á eigin hagsmuni og jafnvel kvelst af mcðvitundinni um velgengni annara, vitandi þó, það sem Kristur sagði, að hver sem fyndi sitt líf mundi glata því, en hver sem glataði því s í n v e g n a myndi finna það. paðan er ætt- að ósamlyndið, sem er þrándur í götu allra sannra framfara, og eins og við vitum, er talið einkenna oss íslendinga. Og þess vegna er ekki félagsskapur og samtök búið enn að vinna meiri þrek- virki með þjóðinni, en raun er á orðin. Svona dökkan mála eg nú, með aðstoð söguheimildanna, bakgrunn nútíðarinn- ar. — Ef til vill hefi eg með þessu vakið óvildarhug og liaturs i hjörtum áheyr- enda minna til Dana, en það er sem eg síst vildi, og vil því fyrirbyggja með því að segja frá ofurlitlu atviki. Eg átti einu sinni tal við kennara minn, lýðháskólastj. Jakob Appel, er síðar varð kenslumálaráðherra um skeið. — Hann spurði mig meðal ann- ars, — spurði mig eins og menn spyrja er þeir vænta einlægs og óhlutdrægs svars: — Hvern hug ber nú íslenska þjóðin alment til Dana, er það velvildar eða óvildarhugur? Eg sagði, eins og eg hélt sannast, að það væri frekar óvild- arhugur, og bætti því við, að eg gæti ekki láð það, við hefðum ástæðu til þess—lagði Appel þá hendina á öxl mjer og sagði á sinn einkennilega hátt, svo maður man andlitið alveg eins vel og svarið: þið verðið að gá að því, að þá áttum við ekki sjö dagana sæla lield- ur. Hann átti við dönsku þ j ó ð i n a á þeim sama tíma er okkur hér heima leið verst. Hann hafði rétt fyrir sér, það var bændaánauð í Danmörku, segi og skrifa v e r r i, m i k 1 u v e r r i en hún hún varð hér. — það er einveldisstjórn- arfyrirkomulagið sem átti sökSna og mauragirnd og samviskuleysi fylgifiska þess og kaupmanna. — Ljós og skuggar skiftast jafnan á, skúr og geisli mann- líf lirella og glæða, — og æðstu gæðum

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.