Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1919, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.03.1919, Blaðsíða 4
20 SKINFAXI þjóðin verður fús eða nauðug að taka afstöðu til. pað verður æska íslands og óbornar kynslóðir, sem verða að bera afleiðingar gerða þeirra, er á þeim tíma eru fulltíða. — pað er því áríðandi að Ungmennafélagar kynni sér málið og ræði það frá öllum hliðum. Málið er vel fallið til að vera umræðuefni á fundum. Margir segja að íslendingar hafi eðli- legan rétt til Grænlands, þeir liafi fyrst- ir fundið það og hygt, að bygðir þessar standi nú tómar og séu eiginlegur arf_ ur íslendinga. Nú, þegar eðlilegur réttur þjóðanna er gerður að mæli- kvarða fyrir skifting' og takmörkum ríkja, er þetta nokkurs virði. En veru- legt gildi getur þetta að eins haft, ef íslendingar láta sig Grænland nokkru skifta og vilja ncma það aftur. Önnur hlið er á málinu. Nú þegar ísland er orð- ið fullvalda ríki verður danska ríkið ekki að eins að halda sambandslögin við oss, heldur einnig þjóðaréttinn, þ. e. þau ákvæði, er gilda milli sjálfstæðra ríkja innbyrðis. pað er kjarni þjóðaréttar- ins, að ríkin skoði hvert annað sem jafningja og láti lönd sín standa opin fyrir atvinnu og borgurum hvers ann- ars. Lokun Grænlands er i hæsta máta andstæð þjóðaréttinum, en flest ríki, er nokkur mök geta liaft við Grænland, hafa leyft Dönum þessa lokun fyrir sitt leyti fyrir æfalöngu síðan, er engan grunaði livað Grænland hefir i skauti sínu. En ísland hefir ekki gefið neitt leyfi og getur livc nær sem er krafist þess, að Grænland verði opnað fyrir ís- lenskum horgurum. pegar nú Danir hafa fengið rétt til að fiska í íslenskri landhelgi, kaupa jarðir undan ísl. bænd- um og flæma þá burtu o. s. frv., og rétt til allrar atvinnu til jafns við innfædda menn, er ótrúlegt, að Alþingi láti það lengi við gangast, að Danir haldi Græn- landi lokuðu fyrir íslendingum, einasta hluta danska rilusins, er íslendinga varðar nokkru að standi þeim opinn. Grænland er ekki að eins meginhluti danska ríkisins að stærð, en geymir einnig meiri framtíðarmöguleika en Danmörk og ísland til samans. Að fá að nota Grænland og nema, eru mestu hagsmunir er vér getum haft af sam- bandinu við Dani. Getur íslenskur æsku- lýður ekki sameinast i eindregnum og einbeittum vilja til að græða gömul sár og gera Grænland aftur íslenskt og til að fá þjóðlega Vestur-íslendinga til að flytja heim í dótturland okkar, sem að fjárgróðamöguleikum og að náttúru- fegurð stendur ekki Kanada að baki né neinu öðru landi. Margir Vestur-íslend- ingar þrá að komast burt úr Kanada, Aðrir hera þungan kviða fyrir þjóðerni sínu; f jöldi þeirra eru eignalausir verka- menn er hafa frá engu að hverfa, en allir eru þcir drengir góðir og líklegir til að leggja hönd á gott verk. Jón Dúason. Ný skoðnn. Ný skoðun hirtist í 7. tbl. Skinfaxa siðastl. ár, og þó skyld því, sem Ung- mennafélögin áður hafa stuðlað að. Og þó eg á engan hátt vilji efa góðan til- gang þeirra maiina, sem þá tillögu eða uppástungu eiga, né gera lítið úr þeirra tilætlun, verð jcg þó að segja frá minni skoðun á þessu cfni, sem er nokkuð á annan veg. pá eru og meiri líkur til að fleiri íhugi þetta mál og láti sitt álit í ljósi. Væri það og vel farið, því þessu máli er þann veg háttað, að hvern Ung- mennafélaga skiftir það nokkru, hvort sú hugmynd nær fram að koina eða hreytist í aðra átt Atriðið, sem um er að ræða, er sú „hugsjón“, eins og blaðið nefnir það, að félag eitt hefir lagt til að Unginenna- félagar safni og gangist fyrir fjársöfn- un, á líkan liátt og til heimboðs Stefáns

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.